Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1941, Blaðsíða 52

Eimreiðin - 01.04.1941, Blaðsíða 52
164 UM VEÐURFAR OG BRIMMERKI EIMREIÐIN er sagt, að skeri undan, og er þá skipið stjórnlaust. Sé aftur á móti unnt að hafa stjórn á skipinu svo, að stýrisins njóti við og hæsti hryggur boðans sé miðkjala, hleypur það með, sem kallað er, og þýtur þá eins og örskot langar leiðir inn úr brimgarðinum og er þá úr allri hættu. Fvrir þessu gerir formaðurinn ráð íyrirfram og kallar til þeirra, er undir árum eru: „Árar i kjöl!“ Stingur þá sérhver sá, er undir árum er, ár sinni niður í milli l'óta sér, svo að árhlummurinn nemur við kjalsogið. Aðalhættan, þegar svona ber undir, er sú, að ár taki sjó og velti skipinu á þá hliðina, og að þvi snúi um leið. Þessi er oftast orsökin til slyss á brimsundi, en miklu síður hin, að sjór falli yfir skipið. Önnur hætta er þó enn háskalegri í brimsundi, að lóðir festist í menn og skip, í sker og þara, svo að engri björgun er unnt við að koma, þótt svo fari að skipi velti um: þá er allt stjórað niður og fest í brimgarðin- uin. Er þá mikið í húfi, að vel sé gætt áranna, og að ekki gangi til á miðum, ef ná á lendingu. Þegar róið er í svo miklu brimi, að ekki má verra vera til að geta lent aftur, skiptir það miklu máli hvort aftur er lent með útfalli eða aðfalli- Því sé útfall, er komið er að og brim óbreytt, er það enn hættu- meira en áður. En ef mikið fellur að á meðan úti er verið, er allt færara en áður eða flóðglenningur, sem svo er kallað. Snilld er að sjá góða og vana menn róa brimróður, en ekki má reiða sig á alóvana menn, ef mjög illt er i sjó. Þeim er hætt við að festa árina i sjó, fara af laginu, setja alla af laginu, missa sjó, — þar með að velta aftur á bak og þá í fangið á þeim, sem situr á næstu þóftu framar, og má nærri geta hve notalegt það er í brimsundi, því úr þeim stellinguin rís enginu upp í skyndi. Þetta getur og hefur viljað til. Máske má þangað rekja orsökina að málshættinum: Betra er autt rúm en illa skipað. Og sjálfsagt þykir að láta ekki óvana róa á brimsundi- Árin heldur lögð inn, ef um illt er að gera. Sérstaka merkisdaga höfðu menn til sjávar eins og um tíðar- og veðurfar á landi. Mörgum var órótt um Gvöndardagana. einnig á Góuþræl, laugardaginn fyrstan í sumri og þá ekki sízt á öskudaginn. Enda var oft illt í sjó þessa daga, rok og barn- ingur, en slíkt gat nú viljað til á öðrum dögum ekki síður! Þó veitti ég því sérstaka athygli, að ef breyting veðurs eða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.