Eimreiðin - 01.04.1941, Blaðsíða 52
164
UM VEÐURFAR OG BRIMMERKI
EIMREIÐIN
er sagt, að skeri undan, og er þá skipið stjórnlaust. Sé aftur
á móti unnt að hafa stjórn á skipinu svo, að stýrisins njóti
við og hæsti hryggur boðans sé miðkjala, hleypur það með,
sem kallað er, og þýtur þá eins og örskot langar leiðir inn
úr brimgarðinum og er þá úr allri hættu. Fvrir þessu gerir
formaðurinn ráð íyrirfram og kallar til þeirra, er undir árum
eru: „Árar i kjöl!“ Stingur þá sérhver sá, er undir árum er,
ár sinni niður í milli l'óta sér, svo að árhlummurinn nemur við
kjalsogið. Aðalhættan, þegar svona ber undir, er sú, að ár taki
sjó og velti skipinu á þá hliðina, og að þvi snúi um leið. Þessi
er oftast orsökin til slyss á brimsundi, en miklu síður hin,
að sjór falli yfir skipið. Önnur hætta er þó enn háskalegri
í brimsundi, að lóðir festist í menn og skip, í sker og þara,
svo að engri björgun er unnt við að koma, þótt svo fari að
skipi velti um: þá er allt stjórað niður og fest í brimgarðin-
uin. Er þá mikið í húfi, að vel sé gætt áranna, og að ekki
gangi til á miðum, ef ná á lendingu. Þegar róið er í svo miklu
brimi, að ekki má verra vera til að geta lent aftur, skiptir
það miklu máli hvort aftur er lent með útfalli eða aðfalli-
Því sé útfall, er komið er að og brim óbreytt, er það enn hættu-
meira en áður. En ef mikið fellur að á meðan úti er verið,
er allt færara en áður eða flóðglenningur, sem svo er kallað.
Snilld er að sjá góða og vana menn róa brimróður, en
ekki má reiða sig á alóvana menn, ef mjög illt er i sjó. Þeim
er hætt við að festa árina i sjó, fara af laginu, setja alla af
laginu, missa sjó, — þar með að velta aftur á bak og þá í fangið
á þeim, sem situr á næstu þóftu framar, og má nærri geta hve
notalegt það er í brimsundi, því úr þeim stellinguin rís enginu
upp í skyndi. Þetta getur og hefur viljað til. Máske má þangað
rekja orsökina að málshættinum: Betra er autt rúm en illa
skipað. Og sjálfsagt þykir að láta ekki óvana róa á brimsundi-
Árin heldur lögð inn, ef um illt er að gera.
Sérstaka merkisdaga höfðu menn til sjávar eins og um tíðar-
og veðurfar á landi. Mörgum var órótt um Gvöndardagana.
einnig á Góuþræl, laugardaginn fyrstan í sumri og þá ekki sízt
á öskudaginn. Enda var oft illt í sjó þessa daga, rok og barn-
ingur, en slíkt gat nú viljað til á öðrum dögum ekki síður!
Þó veitti ég því sérstaka athygli, að ef breyting veðurs eða