Eimreiðin - 01.04.1941, Síða 22
134
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
IÍIMREIÐIN'
nú að verða að smámálum eða að hverfa ur sögunni. Hverjum
deltur t. d. lengur í hug að meta menn í stjórnmálalegu tilliti
eftir því, hvort þeir verzla við kaupmenn eða kaupfélög, og hvað
er nú orðið um æðsta boðorð og sáluhjálparatriði hinnar
ómenguðu jafnaðarmennsku: algera þjóðnýtingu? Nú hevrist
sjaldan eða aldrei á þessi mál minnst, sem áður voru um langt
skeið einhver allra viðkvæmustu deilumál flokkanna. Þegar
Ólafur Friðriksson lýsti í grein sinni um jafnaðarstefnuna,
sem hann reit í Eimreiðina 1926, leiðum jafnaðarmanna að
markinu þannig, að hinn róttækari hluti þeirra teldi betra
að vera undir það búinn að nota handaflið, varð þessi setn-
ing hans lengi á eftir ýmist heróp eða hneikslan í íslenzkum
stjórnmálum. Nú heyrist handaflsaðferðin i baráttu íslenzkra
jafnaðarmanna aldrei nefnd á nafn. Að sjálfsögðu koma ný
stórmál fram á sjónarsviðið í stað þeirra, sem áður voru efst á
baugi. En það er ástæða til þess að vona, að lexían, sem yfir-
standandi styrjöld gefur okkur, verði meðal annars fólgin í því,
að þjóðin læri betur en áður að meta samheldnina og gæta
skyldna sinna sem þjóðar, þannig að hagsmunir flokkanna víki
fyrir heill og hagsmunum heildarinnar. íslenzka þjóðin á sínar
erfðavenjur, sína sögu, bókmenntir, sín sérstæðu náttúruskil-
yrði og' atvinnuskilyrði, sem allt gerir það að verkum, að hún
kemst ekki hjá að miða líf sitt og starf við þessar kringum-
stæður fyrst og fremst, ef hún á að halda áfram að vera sjálf-
stæð þjóð. Það er ekki eingöngu á styrjaldartímum, eins og nú
eru, að hún þarf að vera vakandi fyrir innbyrðis samheldni,
heldur er þetta ætið ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir því, að hún
fái varðveitt frelsi sitt og fullveldi. „Blóð, strit, tár og sviti“
eru þau gæði, sem ófriðarþjóðunum eru nú boðin. Og þær
taka þeim boðskap með einbeittri samheldni og fórna lífinu
fyrir það, að þjóðarheildin fái varðveitzt og komið órofin lit úr
óskapnaði styrjaldarinnar. Blóð, strit, tár og sviti, einnig þetta
hefur stundum verið hlutskipti íslenzku þjóðarinnar, og alU
þetta mun hún þurfa að leggja í sölurnar, engu síður en aðrar
þjóðir, til þess að fá staðist áfram, sterk og samtaka, sjá'lf-
stæð þjóð.