Eimreiðin - 01.01.1948, Síða 31
eimreiðin
VOMURINN KEMUR
19
ekki að sama skapi gildar öldur. Þær ultu áfram í löngum, blý-
gráum hryggjum, en þar sem þær risu liæst, flökti blikkenndur
gljái, svo sem af skyggðu silfri — og á stöku stað brá fyrir hvítum
glömpum. Yfir öldunum svifu ritur og fýlar, gáfu sig sama og
ekkert að skipinu, en flöktu fram og aftur — ekki í hópum —
stakir fuglar — og ... og óvenju — já, undarlega þögulir. Annað
veifið settist reistur fýll á öldulirygg, en aðeins snöggvast, var eins
°g friðlaus. Ein og ein rita liætti að hringsóla, flaug hægum
Vaengjatökum til norðvesturs, hækkaði sig smátt og smátt á flug-
lnu — eins og teygði venju fremur úr hálsinum, næstum því að
kún minnti á rakka, sem veðrar mót vindi — en það var enginn
vindur.
Einmitt þess vegna valt María litla svona hroðalega, að ekki
§at heitið hægt að atliafna sig á þilfarinu. Og sá ódæma gaura-
gangur! Það var eins og hún liefði allt í einu ásett sér að hýða
ailt í sundur. Þau voru margvísleg, hljóðin: Gnestir og tíst í
klökkum, skellir í seglum og tói, hrikt og urg í hringjum, krókum
°g lykkjum, er allt var úr járni, kveinkennt brak í klónni, sem
nerist í sífellu við sigluna — og svo sjávarhljóðin: Dynur öld-
nnnar á súðinni, gjálfrið á þiljunum, hið slokkenda hljóð, sem
Ulyndaðist, þegar skipið reif sig upp úr öldu og hóf nýja veltu
°g niðurinn, þá er sjórinn flæddi út á milli skjólborðs og þil-
arsbrúnar. Hvinarins í vaðbeygjunum gætti lireint ekkert í öllum
Pessum ósköpum!
Hana! Þar tók hún nú eina stóru veltuna. Það var rétt með
skömm, að mér tókst að koma í veg fyrir, að hún færi með mig
a stað. Ég varð víst að skipta um handlegg á kassanum, var
vnin að lýjast í þessum. Það var bara gott, að ekki skyldi vera
Ueitt að fá — var lielzt ómögulegt að athafna sig við verk í
Pessum látum. Ég hafði ekki fengið nema þennan eina drátt,
®em ég hafði lagt undir vangann — og alls mundu það vera sjö
'ar, er fengizt höfðu á fimm færi, þennan klukkutíma, sem
Vl hakhyrðingar vorum húnir að vera uppi — ja, á sex færi,
, '1 kokkurinn liafði rennt áðan og fengið strax einn, en víst
°tt nóg um lætin. Það var farið að rjúka hjá lionum, greyinu,
matti áreiðanlega ganga vel frá soðningarpottinum núna, setja
af honum stög á alla vegi — var allt þægilegra með Surt,
ttetilinn.