Eimreiðin - 01.01.1948, Qupperneq 84
72
EIMREIÐIN
þá kannski eins og kálhöfuð úr
garðinum þínum, sem þarf aS
þreifa á, hvort ekki sé trénað,
úr því þú þarft að finna, livað
ég sé mjúk?“
Allt í einu sló þeirri liugsun
niður í mér, að hún mundi alls
ekki vita, að ég væri blind.
„Systir mín góða, ég er
blind“, sagði ég.
Hana setti hljóða. Ég fann,
hvernig liún starði forvitnislega
stórum, æskufögrum augum
inn í andlit mér. Og ég vissi,
að það var meðaumkvun í þeim.
Hún varð hrædd og hikandi,
en svo sagði hún eftir nokkra
þögn:
„Ó! Nú skil ég. Þess vegna
hefur maðurinn þinn boðið
frænku sinni að koma og dvelja
liér“.
„Nei!“ svaraði ég, „þér skjátl-
ast. Hann bað hana ekki að
koma, heldur kom hún óboðin“.
Hemangini hló glaðlega og
sagði: „Það er líkt frænku
minni að koma án þess að vera
boðin. Var það ekki fallega
gert af henni? En nú er ég viss
um, að liún verður hér áfram
um tíma, úr því hún er komin
á annað borð“.
Svo þagnaði hún og varð
vandræðaleg.
„En hvers vegna sendi faðir
minn mig hingað? Geturðu sagt
mér það?“ spurði hún.
Frænkan liafði komið inn í
herbergið, meðan við vorum að
tala saman, og Hemangini
sneri sér nú að henni og sagði:
„Hvenær ætlar þú að fara héð-
an aftur, frænka?“
Frænkan virtist vera í æstu
skapi.
„Hvað eiga þessar spurning-
ar að þýða?“ sagði hún. „Ég
hef aldrei þekkt aðra eins ó-
temju og þig. Við erum ekki
fyrr komnar inn fyrir þröskuld-
inn en þú ferð að spyrja hve-
nær við munum fara heim aft-
ur“.
„Það er allt í lagi hvað þig
snertir“, sagði Hemangini, því
Jietta er heimili nákomins ætt-
ingja þíns. En það er öðru máli
að gegna með mig. Ég segi þér
satt, að ekki get ég verið hér
til lengdar. Eða hvað finnst
þér, góða?“ bætti hún við og
tók um hönd mína.
Ég dró liana að brjósti niér,
en sagði ekkert. Frænkan var
komin í klípu. Hún fann, að
hún réði ekki við kringum-
stæðurnar, eins og nú var kom-
ið, og tók því það til bragðs
að stinga upp á því, að þ*r
skyldu báðar fara út til að fá
sér bað og synda.
„Nei, við förum saman ■>
sagði Hemangini og hélt ser
fast í mig. Frænkan þorði ekki
að mótmæla, óttaðist viðnam>