Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1949, Page 11

Eimreiðin - 01.01.1949, Page 11
EIMREIÐIN VIÐ ÞJÓÐVEGINN 3 skýrslur, en ef til vill hefur hans þó verið getið ein- hvers staðar. Vitaskuld er ekkert nema gott um það að segja að skiptast á menningarlegum verðmætum við aðrar þjóðir. Enda höfum vér gjört þetta öldum saman. En í þessu sem öðru er ekki úr vegi að velja og hafna, greina rétt frá röngu, gott frá illu, til þess að heppi- legur árangur náist. Margs konar andlegar hræringar kafa flætt yfir löndin og hingað einnig, allt frá því, að kristin trú barzt hingað á 10. öld. Sumar þessar hræringar hafa aukið á farsæld og hamingju þjóðar- binar, aðrar ekki. Sumar hafa aukið á samræmi og ^rið með þjóðinni. Aðrar hafa sundrað henni og aukið a úlfúð. Pólitískar pestir hafa borizt hingað frá öðrum löndum og berast enn. Þær hafa stundum smitað *nenn svo og blindað, að þeir urðu alteknir af sjúk- dómnum og hættu að geta hugsað sjálfstætt. Fasc- isminn frá Italíu, nazisminn frá Þýzkalandi og kommúnisminn frá Rússlandi eru allt dæmi frá vorri öld. Þegar erlendum hugmyndum og skoðunum er hellt yfir fámenna þjóð, með allri þeirri áróðurstækni sem íiutiminn á yfir að ráða, þá er engin furða þó að ýmis- bgt verði undan að láta, sem veikt er fyrir. Þess Vegna eru það heldur ekki farsællegustu aðfluttu hug- ^uyndirnar, sem hæst er hrópað um og háværustu bumburnar barðar fyrir. Þvert á móti er það oftast sá inn- og útflutningur andlegra verðmæta, er minnst lætur yfir sér og ekki er hrópaður á strætum og gatna- mótum, sem beztum frækornum sáir og öruggastan frið og einlægasta vináttu skapar milli einstaklinga og þjóða.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue: 1. Hefti (01.01.1949)
https://timarit.is/issue/312408

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

1. Hefti (01.01.1949)

Actions: