Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1949, Side 12

Eimreiðin - 01.01.1949, Side 12
EtMREIÐIN Saga eftir Þóri Bergsson. Þegar þau gehgu frain kirkjugólfið í Naustavíkurkirkju, ný- giftu hjónin Sigrún Guðmundsdóttir, áður kaupmannsfrú Berg- dal, og Sveinbjörn Sumarliðason, kennari fyrr, nú sjálfsagt kaup- maður og útgerðarmaður, mundu fáir liafa getað séð aldursmun á þeim. Kunnugt fólk vissi þó vel, að frú Sigrún hlaut að vera komin um eða yfir fimmtugt, en hún entist vel, æskan liennar og síðar ,bezti“ aldurinn, sem svo er nefndur. Og á síðasta ári, eða tveim síðustu árum, sýndist liún hafa blómgast á ný, skotið nýjum frjóanga, hún yngdist að útliti, og hinn gamli æskuglampi Jifnaði og blossaði á ný í dökkbláum augum frúarinnar. Það leyndi sér ekki, að nýtt frjómagn liafði verið borið í jarðveg sálarheims hennar og að bæði sál og líkami höfðu notið góðs af þessu fjörefni. Hjá lienni liafði að garði borið þetta dásamlega vor á liausti, sem mörgum skáldum liefur orðið tíðrælt um, en sem í sjálfu sér er ekkert vor, lieldur aðeins eðlileg þróun lieil- hrigðs lífs, sem lengi er tilbúið að taka nýja fjörspretti og reyna nýjar leiðir.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.