Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1949, Side 14

Eimreiðin - 01.01.1949, Side 14
6 9 MÁLAGJÖLD EIMREIÐIN og lifði á gömluin merg. Gamli Hermann Sighvatsson, sem var uær því jafnaldri frú Sigrúnar, fáeinuin árum eldri, var þar áfram. Sveinbjöm hafði vit á því að nota sér þekkingu hans og trú- mennsku út í yztu æsar. Sjálfur var Sveinbjörn lítt kunnur verzlun og viðskiptum, en hygginn maður var hann og aðgætinn, samhaldssamur og fégjarn að eðlisfari. Það var engin hætta á því, að hann færi út í nein gönuskeið og vafasöm fyrirtæki. Hann liafði aflað sér góðrar, fjárhagslegrar aðstöðu með kvonfanginu, og enda þótt frú Sigrún væri þetta eldri en hann, naut hún þeirrar virðingar í mannfélaginu; að hún hóf hann upp með sér í meiri háttar borgara samfélag, svo að hann mátti nú og varð að teljast jafningi helztu manna þar í sveitum og þótt víðar væri leitað. Hann tók við þessari nýju virðingarstöðu sinni með lióg- væru og hátíðlegu yfirlæti gagnvart almúganum og svo sem sjálf- sögðum lilut gagnvart prestum og próföstum, sýslumönnum, al- þingismönnum, læknum og öðrum jafningjum sínum. Auk þess- ara þæginda, sem hann varð aðnjótandi, út í frá, og sem óneit- anlega voru honum afar mikils virði, umkomulitlum sveitapilti, sem brotizt hafði gegnum kennaraskólann í mestu fátækt, tók hann nú einnig, af hjartans gleði, á móti ástúð þessarar indælu konu, sem gerði honum allt til unaðar, sem liún með nokkru

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.