Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1949, Page 16

Eimreiðin - 01.01.1949, Page 16
8 MÁLAGJÖLD EIMREIÐIN maka eins og menn sjá eftir og syrgja góðan föður, hvorki meira né minna. Það varð talsverð breyting um liríð, en engin æsandi umskipti frá ljósi til myrkurs, frá gleði til sorgar, og fljótlega komst allt í nýjan, rólegan farveg í kaupmannshúsinu í Nausta- vík. Hermann Sighvatsson tók við stjórn verzlunarinnar og út- gerðariunar. Atorkumaður og tryggðatröll, þessi litli, fátalaði og duli maður, sem átti þá einu, heitu ósk, að þjóna liúsbændum sínum, og þá einkum frú Bergdal, af trú og dyggð. Sumum datt í hug, er árin liðu, að luin myndi giftast honum — en, nei — það var allt of skoplegt að hugsa sér það, að þessi litli og mjög svo einkennilegi, ófríði maður vrði eiginmaður hinnar stórglæsi- legu frú Bergdal. Og svo kom Sveinbjörn Sumarliðason til sögunnar, eitt haustið, liár og föngulegur, alvarlegur á svip, en þó ræðinn og skemmti- legur, spilaði vel á hljóðfæri, orgel, píanó og ekki ólaglega á mandólín, söng vel og kunni að beita röddinni. Þar að auki var hann íþróttamaður, góður sundmaður, er fór í sjó, þótt svalt væri í veðri, skíðamaður, er mörgum leiðbeindi í þeirri íþrótt, og ágætur skautamaður. Með liægð tókst honum að fá frii Bergdal til þess að fara að læra á skautum. Og að sjálfsögðu var hann kennarinn, þar eins og annars staðar. — Þér eruð sannarlega góður kennari, sagði frúin fyrsta kvöldið, er þau gengu heim að Hólshúsinu, eftir skautaferðina. — Jafnvel okkur, gamla fólkið, getið þér fengið til að fara að læra eittlivað nýtt! — Mér er auðvitað ekki kunnugt um aldur yðar, frú Bergdal, svaraði hann, — en dugnaður yðar á skautum, svona í fyrsta sinn sem þér reynið, virðist ekki benda á það, að þér séuð of gömul fyrir þá liollu og góðu íþrótt. Og það varð orð að sönnu, frú Sigrún Bergdal lærði að fara á skautum, undir ágætri handleiðslu kennarans, sér til mestu ánægju. Þannig hófst hið nána samband milli þeirra, á glærum og glerhörðum ísum í frosti og tunglskini. Og er á veturinn leið, kom það oftar og oftar fyrir, að hann leit inn í kaupmannsliúsið að lokinni kennslu í skólanum. Stundum hafði hann þá mandó- línið með sér, eða lék á píanóið og raulaði með sinni djúppi og hljómfögru (rödd, er hann liafði þjálfað til> hins, ítrasta, raulaði angurvær og blíð þjóðlög og ástasöngva. Hann kunni vel við

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.