Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1949, Side 34

Eimreiðin - 01.01.1949, Side 34
EIMREIÐIN Á LANDI NÆTURINNAR Stefjabrot eftir Árna Jónsson. I. Við stjama söng og nið af norðurljósum, í nótt, sem brimar hvolfin silfurstraumi, kemur þú með fangið fullt af rósum, er fagurljúfar anga týndum draumi. í draumsins sæluhöfn af silfurunnum þú siglir mánans snekkju, blómum kr>Tidri, með gleði ins fyrsta geisla í hvarmsins brunnum sem glötuð von úr framtíð löngu týndri. Með árdags-heið um himin brúna þinna og hyrjarskírð við kaldar stjörnuglóðir þú vitjar léttstíg innstu hjartans inna, mín ástmær, ljóðadís og heilög móðir. Úr fagurþrá og sævarlöðri sungin, i samræmd, mýkt og þokka unaðslína, þú vitjar augans, varma og gleði þrungin, er vitund þyrstri teygar fegurð þína. Þú bjarta mær, sem máttgu leirs úr haldi og myrku svaði eymdar vin þinn reisir og, göfga Pallas, borin vizku og valdi, úr viðjum dýrs þinn rúna eitt sinn leysir. Við nálægð þina hurðir allar hrökkva í hjartans borg, er fyliist skírum Ijóma sem stjarnaelfur streymi hugans mökkva. Þú stigur þröskuld innstu helgidóma, — og sál mín, undri lostin, æðri tjáning í augans ritning les í vökudraumi, þá rún, er alla geymir gleði og þjáning þess guðs, er sjálfur stóð í tímans flaumi. I

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.