Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1949, Side 35

Eimreiðin - 01.01.1949, Side 35
^IMREIÐIn Á LANDI NÆTURINNAR 21 Frá sálarsjónum myrkur-múrar hrynja, i morgunbirtu sannleik augun greina. — Þú ert ei aðeins veröld vits og skynja, en verund líís, in dýpsta, sanna og eina. Þú fæddir hæstu hugsun jarðarsona, þann helgidraum, er lýsir myrkar álfur. t*ú ert mitt líf og vaki allra vona, því verund þín er kærleikurinn sjálfur. O, dvel um stund! Unz stjarnan hefur hrapað! t*ú staldrar ei. En sál mín kvíðir eigi, Þótt allt sé misst. Sá engu getur tapað, er eitt sinn mætti þér á hjartans vegi. I myrkrum minnar eigin ævinætur i auga mínu lýsir morgunskíma þess dags, er mína liðskvöð rofna lætur °g leysir mig úr starfssögn rúms og tíma. II. Nótt — Þú sem stráir stjarnanna hvitu liljum stormanna dimmu engi við mánans blelka fljót, húmköldum blómum hendur barna þinna hleður þú örlát svölum urðarmundum, blómum, sem dafna í dýpstu innum sálar sem dreyrrauð minning, lostin bláum fölskva, °g bíða þess, að vakna á lífsins vori sem varin gróðurrönd í tímans auðnum. Nótt — hú sem leikur léttum, hröðum fingrum Ijóðvana söngva týndrar hjartagleði a titrandi geislastrengi gullinhörpu glitfáðra norðurljósa í augans hvolfi, ómvana söngva, er engar hlustir nema, orðvana ljóð úr dagsins grónu rústum, sem bera þó líf undir bjargrótum ófæddra hjartna sem bergmálskliður löngu hruninna unna.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.