Eimreiðin - 01.01.1949, Blaðsíða 37
EIMREIÐIN
Á LANDI NÆTURINNAR
29
fækkaði fyrr en varði
fæst gekk til sólarlags.
Hræddi það hrollköld nóttin
°g hrjóstrið, sem framundan er.
Aðeins Vonin og Óttinn
óbrigðul reyndust mér.
Óttinn er óveðragriýrinn,
auðnin og nóttin dimm, ’
öskrandi óargadýrin,
sem elta mig, soltin og grimm.
Öttinn er allsvetna á kreiki,
Ottinn er vegurinn heim,
lifandans samveruleiki
í lífsins blekkingasveim.
l
Fárnóttin feiknum sínum
fáði mér Óttans rún.
En myrkrið í augum mínum
er meiri skelfing en hún.
Myrkrið í mannsins hjarta
máttugt að innan rís.
Seytli mér lindin svarta
í sálinni, er glötun vís.
Þá eigra ég ætlunarvana
óargadýranna slóð,
unz mér fær unnið bana
auðnin, launhvöt og hljóð.
Dregst ég þá deyfðarlega
með dimmunnar litverpa her
tómferill týndra vega,
týndur sjálfum mér.
Vettkið ég fallanda fæti
farmóður spyrni í kné,
unz blekkingablæjuna tæti
og blindum augum sé,
að í greiðfærri, áttlausri götu
glottir in árlausa nótt,
sem dregur í dauðans mötu
dagsins úrhraka gnótt.