Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1949, Side 50

Eimreiðin - 01.01.1949, Side 50
42 NORÐAN OG AUSTAN EIMREIÐlN „Daggirnar glitra grösunum á. Ólafur leggur á fjöllin blá. A heiðinni syngur svanurinn; gnípuna roð'ar röðullinn. Fagur er fjallahringurinn; þýtur í fjarska fossinn xninn. Hnjúkaþeyrinn hressandi klappar á kinn. Alltaf er hann unaðslegur árniðurinn. Blámóðu sveipast fjarlæg fjöll; mér finnst ég kóngur og eiga þau öll. í Hvannalindunum líður mér vel; laglegasta garðstæði öskju ég tel“. Margt er fagurt og nytsamt að sjá í gróðrarstöðinni, akra, matjurtagarða, skógargróður og blóm. 1 veitingasalnum í gistihúsinu voru fjörugar stjórnmálaum- ræður. Þar voru sumir sanntrúaðir á austræna vísu og sögðu: „Asjónum vorum austur snúum —- á Asíumanninn Stalín trúrnn og sverjum við hans svarta skegg. Lofið föður Lenin yrkjum, látum oss lierma eftir Tyrkjum — boðum vantrúarhundum hregg“. Aið hitt borðið heyrðust aðrir hljómar: „Hæstvirtur Truman, herrann góði, hampar í vestri digrum sjóði, auðmjúkum veitist umbun blíð. Gleypa við margir, gleymast sorgir. Gullasninn ennþá vinnur borgir. Hvað býður Stalins fylking fríð? Tímarnir breytast. Fyrr en varir fornir guðir falla í valinn — Óðinn, Kristur -— einnig Stalin; eftirmaður þeirra talinn“.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.