Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1949, Side 56

Eimreiðin - 01.01.1949, Side 56
EIMREIÐIN Skúli Shúlason: Færeysk h.eimas±jórn. i. í stjómmáliun Færeyinga hafa orðið mikilvægar breytingar á síðari árum. Þeir liafa nú fengið miklu rýmri heimastjórn en fyrr og hafa loforð Dana fyrir því, að þeir geti slitið sambandinii við Danmörku að fullu og öllu, ef meiri hluta færeysku þjóðar- innar sýnist svo. Með öðrum orðum: Þeir eru ekki „óaðskiljan- legur hluti Danavel(lis“ lengur en þeim sjálfum gott þykir. V annað ár hafa þeir búið við stjórnarbótina frá 1947. Hér á landi liefur hinum nýju stjórnarhögum Færeyinga verið furðu lítill gatimur gefinn, og eru Færeyingar þó næstu grannar okkar og sambandið milli eylandanna talsvert mikið. Við erum fljótir til að hneykslast á vanþekkingu þjóðanna fyrir austan haf og vestan á okkar högum, en eigi hefðu Færeyingar minni ástæðu til að hneykslast á okkur fyrir sinnuleysi um færeysk mál. En það er segin saga, að stærri þjóðin veit ávallt minna um þá minni en sú minni um þá stærri. Sjálfstæðisbarátta Færeyinga á sér ekki langa sögu. Þar bregður að vísu fyrir ljósum, sem brenna skært en stutt, eins og Nolseyjar- Páll, hinn hatrami óvinur einokunarverzlunarinnar, sem svipar að sumu leyti til Skúla fógeta. En skipulögð sjálfstæðisbarátta Færeyja hefst ekki fyrr en með Jóannesi Paturssyni í Kirkjubæ, sem nti er svo til nýlátinn. Hans munu Færeyingar minnast í framtíðinni sem hins mikla foringja og höfundar færeysks sjálf- stæðis. n. Ástæða er til að ætla, að Lögþingið færeyska sé eldra en Al- þingi Islendinga, því að Færeyjar byggðust fyrr og voru þá sjálf- stætt ríki, en ekki nýlenda. Hinsvegar gengu þær Noregskonungi á hönd fyrr en Island, eða 1035, en imdir Danakonung komust

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.