Eimreiðin - 01.01.1949, Page 67
EIMREIÐIN
Sverri' Haraldsson.
Gamall maður
kemur heim.
[Hinn ungi höfundur cftirfarandi kvæðis er frá
Fáskrúðsfirði og stundar nú nám við Háskóla
íslands. Þetta er fyrsta kvæðið, sem eftir hann
hirtist á prenti, en von mun á ljóðabók eftir
hann áður en langt um líður. Ritstj.].
Þegar sólin grundu gyllir,
glitrar foss í hömrum þröngum,
sœrinn blikar, sundin Ijóma,
svífur fugl um loftin blá,
geng ég einn um gamlar slóöir.
Gaman er dð vera heima.
Hér ég lék mér, lítill drengur,
lífið brosti við mér þá.
Hallast ég að hrundum tóftum.
horfi yfir tán og engi,
lít með gleði laut og bala.
lítinn klett og fjöllin há.
Gott er nú að geta fundið
gleði sinnar bernsku aftur.
Allt það, sem mitt auga lítur,
œskutímann minnir á.
Allir hlutir mál hér mœla,
minningarnar liugans vitja,