Eimreiðin - 01.01.1949, Qupperneq 72
64
ÆTT ELIZABETAR ENGLANDSPRINSESSU EIMREIÐI^
Ólafs koiiungs ins lielga, systur Magnús konungs“. I Konungs*
annál er liann nefndur „Adúlfr hertogi af Brúnsvík, er átti tJlf*
hildi dóttur Ólafs konungs ins helga“. Lögmannsannáll nefnir
hann AuSúlf hertoga. Ég hef talið rétt og sjálfsagt að nota það
nafn, sem þýzk sögurit nota, Ordúlfs-nafnið.
Um 7. œttliS: Magnús liertogi, sonur þeirra Ordúlfs og tlf-
hildar, liefur verið lieitinn eftir móðurbróður sinum, Magnúsi
góða Noregskonungi. Heimskringla ber með sér, að með þeim
mágum, Magnúsi konungi góða og Ordúlf (Otta) liefur verið góð
vinátta með tengdum (útg. 1911, hls. 437).
Um 11. œttliS: Vilhjáhnur mun ekki liafa nefnt sig hertoga*
heldur „Vilhjálm af Lúneburg son Saxahertoga“ („WillehelinuS
de Lúneburc filius ducis Saxonie“).
Um 21. œttliS: Ernst liertogi var vinur Marteins Lútliers og
fylgdi fast fram siðskiptunum. Er hann einn þeirra þýzku þjóð-
höfðingja, sein undirrituðu Ágsborgarjátninguna, og er liinö
þriðji í röðinni undir játningunni. Af þessari ástæðu er hann J
þýzkum ritum nefndur „játari“ (Bekenner).
Þess er rétt að geta, að í X. árg. Óðins, bls. 72, er „ætt Breta-
konunga“ rakin frá Auðuni landnámsmanni til Ottós keisara IV.,
sbr. liér 11. ættlið, og síðan sagt, að frá Ottó keisara, sem verið
hafi forfaðir Welfaættarinnar, sé ættin auðrakin áfram til Breta-
konunga. Þetta er rangt, af þeirri einföldu ástæðu, að Ottó keisari
IV. dó barnlaus, svo sem ættaskrár og aðrar lieimildir um liann
votta. Engin ætt verður því frá honum rakin, en ætt Bretakonunga
er auðrakin frá Vilhjálmi bróður lians (nr. 11), eins og liér er
gert.
Þá skal þess að lokum getið, að dánarár hinna þýzku liertoga
eru sett samkvæmt þeim þýzku heimildum, sem notaðar hafa
verið.
Bið ég svo lesendur vel að virða, ef eittlivað skyldi reynast
missagt „í fræðum þessum“.
Á. S.