Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1949, Page 74

Eimreiðin - 01.01.1949, Page 74
66 ÚTLAGARNIR í ÞJÓFADÖLUM EIMREIÐII^ Stuttu gíðar hvarf Svarthöfði, en hafði áður haft launmæli við föður 8Ínn. Var lians ekki leitað. Það er nú af Svartliöfða að segja, að liann fer á fund útilegu- þjófanna. — Kveðst liann vera kominn sem nauðleitarmaður a þeirra fund. Hafi sig hent sú ógæfa að geta harn með systur sinni, og sé því dauðamaður, og svo systir hans, þegar uppvÍ6t verði um brot þeirra. Þjófadalsmenn trúðu sögu Svarthöfða miðlungi vel, en munu þó hafa talið sér hættulaust að taka við lionum, svo nauðulegu sem hann var staddur, ef sönn var saga lians. Undir fjárleitir um liaustið fóru Þjófdælir ránsliendi um af' réttarfé og öfluðu sér birgða til vetrarins. Tók Svartliöfði þátt í því með þeim og hvatti þá fremur en latti. Höfðu þeir þó á honum sterkar gætur. Eftir að Þjófdælir voru setztir að í helli sínum, skemmtu þeif sér sem bezt þeir kunnu með glensi og gamni ýmiskonar. En veturinn er langur og óvÍ6tIegur bústaðurinn. Varð þeim þvi daufleg vistin, þegar til lengdar lét. Þegar leið á vetur, tók Svarthöfði að inna að því við félaga sína, að nú myndi systir sín léttari orðin, myndi henni nú brátt herfilegur dauðdagi húinn, ef ekkert yrði að gert. Skoraði lianU á þá félaga, að veita sér lið til að nema liana brott. Væri þá og tækifæri til að ná fleiri konum úr byggð, ef djarflega og með ráðsnilld væri eftir sókt. Yrði þeim og þá ekki jafn daufleg vistin í hellinum sem um veturmn, ef þeir Iiefðu konur til að skemmta sér við. Þjófdælum þókti Svartliöfða vorkunn um áhyggjurnar fyrir liag systur sinnar, en hins vegar girnilegt, ef þeir gætu náð konum á sitt vald til fylgilags. — Inntu þeir Svarthöfða eftir, hver ráð hann sæi til að fá þessu framgengt. Svarthöfði kvað bezta tækifærið til að ná nógu mörgum og álitlegum stúlkum í einu, væri að nema þær úr kirkju við messu- gerð. Álitlegast væri að sæta færi einhvern hátíðisdag, t. d. á páskum eða hvítasunnu, þá væri jafnan við kirkju margt af konum og börnum, en tiltölulega færra af karlmönnum. Ræddu þeir um þetta margt, og varð áliugi Þjófdæla því meiri sem lengur var um rætt. Kom þar, að afráðið var að gjöra þessa tilraun á hvítasunnu um vorið.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.