Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1949, Side 86

Eimreiðin - 01.01.1949, Side 86
78 RITSJÁ EIMREIÐIN ast í slík verk, entla mun mega telja á fingruni scr menn, sem slíkt hafi af höndum leyst, svo nokkur mynd væri á (t. d. sögur þeirra Frakkanna Legouis og Cazamian). Sökum þess hafa menn ávallt haft tilhneigingu til að skipta bókmenntasögunni milli margra manna sérfróðra, og er fræg- ast dæmi um slíka sögu hin vel kunna Cambridge bókmenntasaga í fjöl- mörgum bindum — lieil hylla í bóka- skáp. Aðeins hinar margra binda hók- menntasögur hafa getað reynt að flytja bókfræði til nokkurrar lilítar. Merkust í því efni var Iíka Cam- bridge bókmcnntasagan. Hún flutti bóka- og ritaskrá með hverju bindi, en þegar hún var ljósprentuð, var þessunt skrám sleppt. En síðar voru þær gefnar út sérstaklega í fjórum bindum, auknar og endurbættar. Þessi bókmenntasaga reynir að fara meðalveg. Þótt hún sé í einu bindi (1673 þéttprentaðar síður), þá er hún eftir fimm höfunda: Ræðir Kemp Malone um fornöldina ensku(—1100), A. B. Baugh um miðenska timabilið (1100—1500), Tucker Brooke um endurreisnartímabilið (1500—1660), George Sherburne um endurreisn konungsvaldsins og 18. öldina (1660— 1789), og S. C. Chew um 19. öldina og fram á þennan dag. Auk þess er neðanmáls í bókinni tiltölulega mikið af tilvilnunum í fræðirit og hækur, og eykur það eigi lítið gildi bókarinnar, einkum af því, að hér er úrval gert af mönnum, sem þaulkunnugir ertt á sínu sviði. Bók þessi verður eflaust notuð í amcrískum háskólum og kollegíum sem handhók fyrir kennslu í hekkj- um, þar sem reynt er að gefa yfirlit yfir enskar hókmenntir (Survey of English Literature). Ett hún ætti ekki síðtir að koma sér vel fyrir ís- lendinga sem reyna vilja að fylgjast með í enskuni bókmenntum að fornti og nýju. Sérstaklega er kafli Malones um fornensku (engilsaxnesku) bók- menntirnir nterkilegur sent inngangs- fræði að íslenzkum bókmenntum, en þær hefjast, eins og kunnugt er, þegar fornenskum bókmenntum sleppir, og er margt likt nteð skyldum. Skal ég nefna eitt dæmi um það, hvað íslenzkir fræðimenn geta lært af forncnsku bókntenntasögunni. Malone álítur að upphaflega hafi setning fyllt tvö vísuorð (alliterative line) í hinu forngermanska — forn- enska fornyrðislagi. Kallar hann þetta Stíl I. Síðan sprengdi setningin þess- ar skorður og vall út yfir alla bakka fyllandi niörg vísuorð: Stíll IL Malone finnur I. stílinn í þulunt Wídsíþs, er ltann telur eldri en 600, en II. stílinn í Beowulf, unt 700. Eftir það er I. stíll mjög sjaldgæfur. Nú ntuna menn, að Neckel (1908) flokkaði norrænan skáldskap eftir söntu höfuð-einkennum í aldurs- flokka. Eftir ltans flokkun varð l’rymskvida nteð elztu kvæðum —- líklega frá því um 800, en Yglingatal ntjög ungt (frá 12. öld), þrátt fyrir hina fornu arfsögn kvæðisins. Það var því öll ástæða til að efast um niðurstöður Neekels á norrænuin grundvelli, og ef borið cr satnan við fornensku kvæðin, sést, að flokka- skipting Neckels er alveg meiningar- laus. Það getur að vísu vel verið, að stíll I sé eldri en stíll II, en báðir hafa verið til á Norðurlöndum a. m. k. frá því að sögur hefjast, ef til vill enn fyrr, eins og stíll Beowulfs bendir til. Þá eru miðenskar bókmcnntir ekkí ófróðlegar til samanburðar íslenzk- iim bókmenntum á 11., 12. og 13. öld.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.