Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1952, Side 24

Eimreiðin - 01.07.1952, Side 24
176 SKÁLDSKAPUR GUÐMUNDAR FRlMANNS eimreiðin an viS liadd og yndisleik konunnar, blánii mannsaugans og heiðríkj- unnar verður hinn sami og hreyfingamýkt meyjarinnar eins og storm- sveigja starar. í kvæðinu um Ingu litlu, sem „var drottning í blónisefs og blógresis- ríki og brúður ilmsins, sem kemur og fer“, segir svo: ,,— Hún varð aldrei stór, en vordagsins yndi í vexti og látbragði liennar bjó; liún var létt, eins og lauf í vindi, og Ijóma sólar á augun sló. Hver hreyfing var mjúk, eins og sefstarar sveigja, er sumarvindur um engjarnar fer, eða blómsins, sem hauststormar beygja og bera í dauðann á örnium sér“. (Störin syngur, bls. 98). í annarri kvenlýsingu í sömu bók, bls. 123, er þetta: ,,— 1 augum þér speglast vorsins kynngi og himinninn heiðríkjublár, en ilmur af melgresi, laufi og lyngi leikur um klæði þín, fyllir þitt liór. Þú ert kjördóttir vorsins með eld þess í æðum. Þú ert auðug af þessa licims beztu gæðum, svo mjaðmaþétt, mittisgrönn, og rjóð í vöngum og hvít undir klæðum sem kristölluð vetrarfönn —“. í Svört verða sólskin, bls. 43, er áhrifum liaustsins meðal annars lýst þannig: ,,— Að bliknuðum stráum Iaufvindar sönglandi leika, lækurinn snöktir við bakkann — þorrinn lians söngvamóttur. Haustdauðinn læðist um skógana blaðrúna, bleika, hrúnaljós jurtanna slekkur hans andardráttur. Á vorglaða barnshugi angurvær söknuður sækir, sumarsins fegurstu ljóð eru þögnuð á tungu. Niða og streyma hvarvetna kvíðans lækir, hvíslandi dapurri spá að hjörtunum ungu —“. Guðmundur yrkir allmikið um ástarævintýr, sem örlög og hverfle'k' lífsins hafa bundið endi á. En aldrei verður vart minnstu beiskju höfundarins hálfu lil þeirra, sem liann unni. Er þó næsta algengt 1 mannheimum, að óvild setji svartan blett á sögulok slíkra ævintýra. En Guðmundur hugsar jafnan mcð angurblíSu til ævintýradísa sinna og blessar minningu þeirra, eins og Draumur um Skógar-Rósu sýnir bezh en hann getur að mörgu leyti verið fulltrúi kvæðanna um konur. Fra

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.