Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1952, Page 32

Eimreiðin - 01.07.1952, Page 32
184 SKÁLDSKAPUR GUÐMUNDAR FRlMANNS eimreiðiN — en þó var jafnt í þorsta og svölun þreyttum augum mænt“, Eftir liverju mændi höfundurinn svona látlaust? Eftir flekklausuni kærleika, eftir ódauSlegri fegurð, takmarkalausri göfgi, óskeikulum skilningi, dýpsta veruleika og eilífri fullkomnun sjálfs sín og annarra. En á þeim árum var honum sennilega óljóst, livaS hann þráSi. En liann þyrsti alltai', og augun urSu þreytt af aS mæna. En nú er honum Ijóst, hvert stcfna ber. 1 Svört verSa sólskin, hls. 71, er þetta: ,,— ÞaS er eitt, sem örSugt verSur upp aS grafa: barnatrúna, perlu, sent í svaSiS lenti, sem var troSin undir skóm. Gef mér, minning, sálmasönginn, syngdu mig í drottins nafni burt úr efans eySihofi inn í ljóssins helgidóm“. Og síSustu orS skáldsins í síSustu bók hans eru upphafsorSin á sálnu Matthíasar: „Kom heitur til mins hjarta, hlærinn blíSi“. EilífSar- og fullkomnunarþrá mannsins á þrautseigju og langlundar- geS, eins og sá, sem er uppspretta hennar. Hún þreytist aldrei á því aS minna manninn á, aS hamingjan er hiS innra meS honum. En meSan reynslan og vonbrigSin eru aS innræta manni þessi sannindi, liggur leiS- in lengur eSa skemur um dauSans skuggadal. Og ég er síra llenjanun Kristjánssyni algerlega sammála um þaS, sem hann segir í frábærum ritdómi um Svört verSa sólskin, aS GuSmundur Frímann sé einnutt staddur á þroskaferli sínum í þessum dal, „sem dulspekingar nefna „svartnætti sálarinnar“ og telja, aS jafnan sé undanfari nýrrar dag- renningar“. Ég Iiygg aS sú dagrenning sé aS hefjast í lífi GuSmundar Frímanns, og nýort kvæSi, sem hann IeyfSi mér aS sjá, stySur þá skoSun. Yftf því er tiginn friSur og yndisleg lognhlíSa, eins og eftir þungan storni- Merkir ritdómendur liafa hiklaust kallaS GuSmund Frímann skáld og listaskáld, og þaS er ekki oflof. Hann er hvort tveggja. En hann gæti orSiS enn meira skáld, ef hann brytist út úr liofi efans, von- brigSanna og aldarandans og missti ekki augun af þeirri sól, sCI11 brautarganga jarSar og snúningur fá hvorki depraS né duliS. Og Þ« gæti liann hetur svalaS þrám og þörfum þjóSar sinnar, því aS innst ínn þrá allir þessa sól. Ég hef mikla von um, aS GuSmundi Frímann takisl þetta, og aS 1 næstu kvæSabók hans muni „sól skína sunnan á salarsteina“. Jakob Kristinsson.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.