Eimreiðin - 01.07.1952, Síða 42
194
FYRIR 200 ÁRUM . . .
kimreiðiN
yður mun verða boðið í það þar og greitt út í hönd.“ Friðrik mikli
lét gera Diderot orð um það, að hann skyldi fá að gefa fram-
haldið út í Berlín. Og Katrín Rússadrottning bauðst til að láta
prenta það í prentsmiðjum St. Pétursborgar.
En Diderot einn var ósveigjanlegur. Alfræðin væri þjóðlegt
fyrirtæki, sem stjómin hefði lofað stuðningi sínum og veitt einka-
leyfi. Við það yrði hún að standa. Eins og hann yrði að standa
við sína samninga. Hann gat ekki hlaupið frá útgefendum og
verkamönnum, sem ráðnir voru til að leysa verkið af hendi. Það
yrði að halda áfram að koma út — í París. Nú reyndi fyrst á
seiglu hans. Kæra var komin fram og krafa um að stöðva útgáf-
una, og hún var tekin til greina af yfirvöldunum. Gangur þess
máls er annars dálítið spaugilegur.
Ríkisráðið tók málið í sínar hendur, leit svo á, að guðleysis-
ákærurnar gegn alfræðinni væru á rökum byggðar, dæmdi upp-
tæk öll bindi hennar, sem út voru komin, og svipti útgefendurna
einkaleyfinu. Stuttu eftir að þetta gerðist, lét Voltaire samt svo
ummælt í bréfi, að hann byggist við framhaldi á útgáfunni. Án
leyfis og þess vegna án nokkurra skilmála. Og viti menn. Útgef-
endurnir fá nýtt leyfi, að þessu sinni aðeins til að gefa út mynda-
heftin. En hvaða vit gat verið í því, ef textinn átti ekki að fylgj3
með? Það var svo sem auðskilið, að stjómarvöldin voru ófús a
að framfylgja útgáfubanninu og bentu sjálf á leiðina til að hafa
það að engu. Prentun ritsins verður haldið áfram hjá Le Breton
í París fyrir augunum á lögreglunni. Á titilblöðunum verður út-
gefandinn talinn vera einhver Samuel Fauche, en svo hét reyndar
sendill forlagsins, og sem útgáfustaður er valin borgin Neufchatel
í Sviss. Tómur tilbúningur. Að vísu mátti Le Breton eða félagar
hans ekki afhenda neitt eintak beint til áskrifenda; þó var full'
trúum erlendra ríkja leyft að vitja eintaka sinna á prentstað. Af-
hendingin varð að fara fram í fjarlægum landshluta, þar sem
litið gat út eins og bókunum hefði verið smyglað inn í landið-
Yfirvöldin gáfu munnlega heimild til þessa. Enginn stafur var
skrifaður. Stjórninni átti í orði kveðnu að vera ókunnugt urrl
„smyglið“ svokallaða, og dómstólunum var fyrirskipað að hafast
ekkert að.
Alfræðin var nú ekki komin lengra en aftur í h-in. Á seX
ámm lauk Diderot því, sem eftir var, en það voru tíu bindi-
Honum leyfðist ekki að draga efnið saman, en hinsvegar þurfÞ
hann að hafa hraðann á, því að stjómin gat hvenær sem var
endurskoðað hina velviljuðu afstöðu sína. Ritið varð meira en