Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1952, Síða 55

Eimreiðin - 01.07.1952, Síða 55
eimreiðin NÆTURGISTING 207 „Frúin ætti ekki að vera að gera sér neitt ómak mín vegna“, sagði maðurinn og brosti. „Frúin“, endurtók Rannveig og stokkroðnaði, en komumaður virtist ekki veita því eftirtekt. Hann hélt áfram að reykja. Þetta er þokkalegt ástand. Við brjótumst inn í sumarbústað, og þegar svo nýr þorpari bætist í hópinn, heldur hann, að ég sé hús- freyjan á heimilinu. Hvað á ég að gera, hugsaði Rannveig og var nú sem á nálum. En gesturinn var hinn rólegasti og tottaði píp- una ákaft. „Ég kom að læstum dyrunum og datt ekki annað í hug en að húsið væri mannlaust," sagði hann og fékk sér aftur í bollann. „Já“, sagði Valur vandræðalegur á svipinn, um leið og hann vatt sér út að glugganum og fór að krækja hann aftur, „það er nú saga að segja frá því. Við gleymdum lyklinum heima í morgun og uppgötvuðum það ekki fyrr en við komum hingað. En þá vildi svo vel til, að glugginn var laust kræktur, svo við gátum opnað hann og komizt inn.“ „Aha, þá skil ég“, sagði gesturinn og geispaði. En nú vildi ég helzt mega leggja mig héma í bekkinn, ef þið ætlið að vera svo væn að lofa mér að vera í nótt. Ég er búinn að vera á ferð í all- en dag og orðinn þreyttur. Ég get ekki beðið ykkur nógsamlega afsökunar, góðu hjón, fyrir að gera ykkur ónæði. Það er rign- ingunni að kenna. Ef hún hefði ekki skollið á, þá hefði ég legið úti í nótt“. „Það er sjálfsagt, að þér fáið að vera“, sagði Valur og fór að ganga um gólf. En Rannveig opnaði dymar inn að svefnherberginu og sagði: „Gerið þér svo vel, þér skuluð sofa í þessu herbergi. Við ætlum að leggja okkur héma á bekkina og bíða þangað til sólin kemur UPP. Það er svo dýrðlegt að sjá sólamppkomuna héma úr glugg- anum. „Þér ætlizt þó ekki til, kæra frú, að ég fari að reka ykkur úr rúmi“, sagði gesturinn og gerði sig líklegan til að hátta á bekkn- Pnt. „Svo efast ég um að hann birti upp í nótt. Nei, nei, hér fer ágaetlega um mig, koddi undir höfuðið, jakkinn minn, og kápan mi’n fyrir ábreiðu. Ég hef oft sofið við minni sængurföt en hér er að fá. Góða nótt, og þakka ykkur fyrir kaffið“. Hann tók af sár skóna, braut jakkann saman og lagði undir púðann í bekks- horninu, lagðist endilangur í bekkinn og breiddi ofan á sig kápuna. Hér var um það eitt að velja að láta eins og ekkert væri, bjóða Sestinum góða nótt og ganga inn til síns ektamaka, sem svo var

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.