Eimreiðin - 01.07.1952, Side 62
214
MÁTTUR MANNSANDANS
eimreiðin
fjölkynngi sinni“. Þeir hafa því að líkindum gert þetta með þeim
sama mætti og Móse var gæddur.
En hvað var það þá, sem spásagnamennirnir gerðu? Þeir
breyttu árvatninu í blóð, létu fiskana í ánni deyja og ána fúlna.
Hvernig fóru spásagnamennirnir að þessu? Með fjölkynngi. En
beittu þeir fjölkynngi sinni á sjálfa ána til þess að breyta í blóð,
á fiskana til að deyða þá og á vatnið svo það fúlnaði? Nei!
Hverja eða hvað töfruðu þá spásagnamennirnir? Það er sú
mikilvæga spuming, sem biblíuskýrendur þeir, er afneita dá-
leiðslu, vilja um fram allt fá svarað. Svarið liggur beint fyrir
og er ekki nema á eina leið: spásagnamennirnir töfruðu sjálfan
konunginn. Hann var dáleiddur. Og sama verður skýringin á
því fyrirbrigði, sem sagt er frá í Exodus IX,6 og XII,29: „dó þá
allur kvikfénaður Egypta“, og síðan dó þessi sami kvikfénaður
aftur við brottförina úr Egyptalandi: „Um miðnæturskeið laust
Jahve . . . alla frumburði fénaðarins11.
Frá því er einnig sagt, að Móse hafi breytt dufti jarðarinnar
í mý, „og varð það að mýi á mönnum og fénaði“. En spásagna-
mennirnir gátu ekki gert þetta undur. Með því er gefið í skyn,
að Móse hafi verið þeim fremri að mætti. Hvers vegna?
Vegna þess, að Móse unni þjóð sinni og lagði sig allan fram
um að hafa sem máttugust áhrif á konunginn, er hann gekk á
fund hans og krafðist þess, að hann leyfði Israel að fara úr
Egyptalandi. Móse heitaðist við konung um, að ef hann gæfi ekki
Israelslýð lausan, myndi guð Israels breyta vatninu í blóð. Með
einbeittni sinni gat Móse komið konungi til að trúa því, að þetta
mundi ekki aðeins verða, heldur væri það þegar skeð og fisk-
urinn í vatninu dauður. Móse hefur að likindmn kunnað eins
mikið fyrir sér og spásagnamennirnir, svo það reyndist honum
enganveginn ofviða að blása konungi því í brjóst, að þeir hefðu
einnig breytt ánni í blóð og að dauðir og fúlnaðir fiskar flyW
á yfirborði hennar og bærust með straumnum til sjávar. Farao
hefur verið óvirkur og móttækilegur fyrir fjölkynngi Móse, en
móttækilegur hugur er nauðsynlegt skilyrði fyrir góðum árangri-
I Genesis (I. bók Móse) XXX,37 er önnur frásögn, sem sýnir
hversu vel menn skildu mátt sefjunar, jafnvel á skynlausar
skepnur, sem svo eru stundum kallaðar. Það er sagan um það?
hvernig Jakob lék á Laban, tengdaföður sinn: