Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1957, Page 9

Eimreiðin - 01.07.1957, Page 9
Júli — sept. 1957 EIMREIÐIN LXIII. ár 3. hefti Nokkiií orð um kokmennta- kennslu eftir Ólaf Hauk Árnason. .,Menning framtíðar vorrar verður að rísa á traustum grundvelli fortíðar. Draumar vorir mega verða að því skapi djarfari sem minnið er trúrra og margspakara.“ Með þessum °rðum lýkur Sigurður Nordal hinni margnefndu og ágætu yitgerð sinni Samhengið i islenzkum bókmenntum. Þeir hlut- lr> sem framar öðrum tengja okkur við gengnar kynslóðir ís- lendinga, eru bókmenntir þjóðarinnar og saga. Framtíð okk- ar og tilvist sem sjálfstæðrar menningarþjóðar er bundin þeim tengslunr umfram alla hluti aðra. Forfeður okkar, fá- tækir og auðnulitlir, gátu boðið öllum illum öflum þessa heims og annars byrginn, þeir gátu sigrað í ójöfnum leik við harðleikin náttúruöfl og sótt frelsi sitt í hendur annarleg- Urtl valdhöfum, og þeir gátu meira að segja kveðið sjálfan ínyrkrahöfðingjann í kútinn. Og hvað veitti þeim þrek og

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.