Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1957, Page 14

Eimreiðin - 01.07.1957, Page 14
166 EIMREIÐIN Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, yrði ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla. Og þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekking, og þótt ég hefði svo takmarkalaua trú, að færa mætti fjöll úr stað en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt. Mín reynsla er sú, að hæfni nemendanna til að njóta les- ins máls, tilfinning þeirra fyrir fögru máli, jafnvel listskynj- un þeirra, aukist og þroskist, ef stuttir, vel valdir kaflar eru lesnir fyrir þá, áður en kennsla hefst „morgun hverjan". Um siðferðilegt gildi slíkra lestra eru vart deildar skoðanir, en þá hlið málsins ætla ég ekki að ræða hér. Landsprófsnefnd sendir árlega frá sér skrá um námsefni það í íslenzku, sem lesa skal til landsprófs miðskóla. Þar er m. a. listi yfir það, sem lesa skal bókmenntalegs efnis. Ég álít, að vel sé vandað til valsins og kvæði þau og kaflar, sem valdir eru, séu yfirleitt mjög vel fallnir til lifandi bókmennta- kennslu, ef tímaskortur hamlar ekki. En þar er ég aftur kom- inn að því vandamáli, er ég drap á í upphafi, að tími til kennslu í íslenzkum bókmenntum er alltof naumur, reglu- staglið situr í fyrirrúmi. Námsefni til miðskólaprófs 1958 mælir t. d. svo fyrir, að fyrsta kvæðið, sem lesið skuli í Lestrabók Nordals, sé Ævi- tíminn eyðist eftir Bjöm Halldórsson: Ævitíminn eyðist, unnið skyldi langtum meir. Sízt þeim lífið leiðist, sem lýist, þar til út af deyr. Þá er betra þreyttur fara að sofa, nær vaxið hefur herrans pund, en heimsins stund líði í leti og dofa. Eg skal þarfur þrifa þetta gestaherbergi, eljan livergi hlífa sem heimsins góður borgari. Einhver kemur eftir mig, sem hlýtur.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.