Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1957, Page 17

Eimreiðin - 01.07.1957, Page 17
NOIÍKUR ORU U.M BÓKMENNTAKENNSLU 169 Tómas er sömu þjóðar og Björn. En nú á þjóðin vegi og vegleg hús, þótt hún dragi fram lífið sem gustukaþjóð stór- velda. Og nú vilja menn heldur þiggja drjúgan skilding fyrir að hella úr næturgögnum herforingja en rækta kartöflur og draga fisk úr sjó. Nú lifa skattsvikarar á styrkjum, en fyrrum voru þeir mest metnir, er bezt tíunduðu. En þó er þetta sama þjóðin. Og Tómas veit, að Þó eru sumir, sem láta sér lynda það að lifa úti í horni, óáreittir og spakir. Og það er kjami þjóðarinnar. Og lítum svo aðeins á orðaval skáldanna: Hótel og rukkari hjá Tómasi, herrans pund, eljan °g nár hjá Birni. í orðum þeirra og orðfæri speglast tímarnir tvennir. Við eigum eftir að ræða miklu meira um þetta, og fyrr en varir erum við komin í tímaþrot, því að unglingar á íslandi þurfa að kunna skil á tönnum hinna ólíklegustu kvikinda, eyðimörkum lengst austur í Asíu, að ógleymdum ýmsum af- hrigðilegum beygingum enskra sagna. Og svo eru tímamir, Sem ætlaðir eru sögu íslands og bókmenntum allt of fáir. Einn er sá hlutur, sem sífellt skyldi hafður í huga við bók- nrenntakennslu: Nemendurnir verða sjálfir að venjast við að fara með kvæði og lesa sögur. Þá fyrst verður ljóðs notið til fullnustu, er það er lesið upphátt. Þá fyrst verður listilega sErifaður kafli skynjaður til fulls, er rödd lesandans gefur honum hljóm. Og nemendurnir þurfa að venjast á að vera s.jálfir túlkendur og flytjendur listaverka ritaðs máls, en ekki einungis óvirk móttökutæki. Ég vil ítreka, að þetta hefur ttukið gildi, meira en menn almennt gera sér Ijóst. í þjóð- ^élagi okkar er ef til vill allt of mikið gert af því að skemmta fólki. Ekki svo að skilja, að skemmtun sé af hinu illa, heldur er búið að snúa hugtakinu við. Á íslenzku er talað um að Temmta s é r, þ. e. skemmtunin, hin raunverulega ánægja, é upptök sín hjá þeim, er skemmtir s é r sjálfum, ekki í 'Uanaðkomandi áhrifum. Menn fara í kvikmyndahús, hlusta é hljómlist, útvarpið flytur þeim fregnir, fróðleik og skemmt- un, en þeir eru aðeins óvirkir einstaklingar, ekki þátttakend-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.