Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1957, Side 26

Eimreiðin - 01.07.1957, Side 26
178 EIMREIÐIN ungurinn fram og bað þá tala, svo sem hjörtu þeirra væru frjáls, og sem þeir hugsuðu í einveru. Þá gekk fram forseti ráðsins og mælti: — Herra, vér lifum á erfiðum tímum; að vísu hefur kornið Jrroskazt, og að vísu liefur uppskeran aldrei verið betri en nú. Ennfremur liafa línakrar staðið með miklum blóma, og þar af leiðandi hefur vefnaður orðið betri og vandaðri nú en nokkru sinni fyrr; en Jrrátt fyrir þetta eru erfiðir tímar, því að alltaf lækkar kornið í verði, og ekkert virðist geta örvað sölu á líni nema uppskerubrestur. Þá reis upp æðstiprestur musterisins. Hann sagði: — Hver skyldi dirfast að tala um korn og lín, þegar vé- fréttin talar um sverð? Erum vér mennimir ekki synir hins Eina og Sanna, svo á akri sem í stríði? Og hví skyldum vér, aumir maðkar, mæla gegn rödd musterisins, gegn þeirri rödd, sem hefur talað og er og verða mun til enda veraldar? Ó, herra, sé Jretta ekki sannleikur, má hrís vaxa í brjósti mínu og árar ganga sál minni fyrir beina í Höll Dauðans. Þá gekk fram stallari konungs og mælti: — Báðir þessir bræður mínir hafa talað af mikilli speki, J^ví að hvað má sín lín og hampur, korn og sæt aldin gegn Jieirri staðreynd, að ríki Tríkótans er búið til styrjaldar gegn Landinu. Hví skyldum vér fljóta sofandi að feigðarósi, þegar til alls er að vinna, landa og markaða, gulls og glitsteina? Þannig töluðu embættismenn í Atom við herra sinn; og því lét hann búa þjóð sína til herferðar í hið ókunna land. Og hann, sem hafði elskað, sinnti hvorki degi né nóttu. Og hann gekk um hús sitt sem maður í svefni. Og hann fann ei ilm af grösum á akri. Og hann, sem var lítillátur, gekk eftir lirósi, J)ví að frá þessum degi var hann annar en hann hafði verið. En þjóðin undraðist það, sem hann gerði. Og þegar hann hafði fullkomnað verk sitt, kallaði hann fyrir sig ráðið, og hann bauð til sín skáldum og spekingum, og hann gerði lög- vitringum og prestum boð til veizlu. Og valdsmennirnir lutu herra sínum, og þeir lofuðu fyrir- hyggju hans hástöfum. Þeir gáfu honum nafn himins og sólar og kenndu hann við sverð og eld.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.