Eimreiðin - 01.07.1957, Page 29
KONUNGURINN í ATOM
181
Börn yðar munu verða slegin kaunum, konur yðar munu falla
á ökrum undir oki þrældómsins. Dauðinn mun halda inn-
reið sína í ríki yðar og eldurinn gullni mun svelgja hin
hvítu blóm. Herra, gakk á vit óvinarins og gef honum lýs-
mgu á landi yðar eftir þetta stríð. Og ef það snýr ekki huga
hans, þá bjóð honum skipti á konungdómi, svo að hann geti
vitað af eigin raun, hvort er meira, það, sem hann hefur,
eða hitt, sem hann gimist. Herra, þér skulið ekki óttast;
allir sigurvegarar kynslóðanna eru fallnir, aðeins þeir, sem
með mildinni hafa barizt, munu lifa dauða sinn. Því segi ég
yður, herra, sæll er sá einn, sem þekkir hið illa, án þess að
hið góða víkji frá hjarta hans.
Og hinn aldni þulur, Míþrades Kapía, laut konungi sínum
1 auðmýkt, og hann vék frá hásæti hans með lotningu.
há heyrðist kurr meðal spámannanna, og æðstiprestur must-
erisins reis á fætur og hrópaði:
Hann er njósnaril Hann gengur erinda óvinarins! Hví
dirfist þessi maður að bera brigður á orð vor? Höfum vér
ekki séð teikn á himni, og höfum vér ekki heyrt rödd hinna
ödauðlegu? Hvað hafa stjörnuspekingarnir lesið úr vetrar-
hrautinni? Hvað hafa innyflafræðingar ríkisins séð í líffærum
hinna heilögu dýra? Hafa þeir ekki rakið í sundur garnir
kattarins, og hafa þeir ekki í sundur skorið hjarta dúfunnar,
°g hvað hafa þeir séð? Blóð! blóð! Ó, herra!
Og æðstipresturinn kastaði sér í gólfið með kveinstöfum,
°g hann reif hár sitt og klæði, og hann barði líkama sinn með
Svipu.
hað var sem kaldur gustur færi um salinn, það var sem
Veggirnir mæltu ókunnum tungum, og það var sem dauðir
hlutir yrðu lifandi og ósáttir.
Þá myrkvaðist ásjóna konungsins, og hann reis úr sæti sínu
°g mælti:
~~ Takið svikarann, bindið hendur hans og fætur og berið
hann út í frumskóginn og skiljið hann þar eftir, svo að hann
Seti kynnzt mildi Ijónsins og kærleika sjakalans.
En á meðan hinn aldni þulur, Míþrades Kapía, var færður
1 hönd, sungu prestamir lofgjörð til dýrðar konungi himin-