Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1957, Side 41

Eimreiðin - 01.07.1957, Side 41
SVART OG HVÍTT 193 „Hugsirðu djúpt, sé mund þín mild og mælist þér bezt, verða aðrir hljóðir ...“ Þá stóð konan upp og lagði hönd á barm hans. »Nú skulum við koma, af því. . ..Koma hvern djöfullinn og af hverjum djöflinum?" spurði hann vondur. >,Heim. Af því það er þetta kvöld. Gerðu það.“ „Hvað skilur þú í Einari?“ spurði hann, án þess að slá af eða bráðna. „I hvaða Einari? Ég þekki engan Einar,“ umlaði hún í varnarleysi. „Hvaða Einari? Er til nema einn Einar? En þú hefur auð- Vltað aldrei heyrt hann nefndan, aldrei heyrt F.inar Benedikts- s°n nefndan á nafn?“ Hann hratt henni aftur niður í spýtnabrakið. „Það smáa er stórt í harmanna lieim, — höpp og slys bera dularlíki, og aldrei er sama sinnið hjá tveim, þótt sama glysi þeir báðir flíki ...“ „Ertu svona?“ sagði konan og var strax staðin upp. Hún tók undir arm hans og vildi leiða hann af stað. „Hana, komdu nú.“ Hann sleit sig lausan og leitaði undan. Hún fylgdi fast á eftir, snart klæði hans öðru hvoru og bað. Hann var alltaf jafn svartur — og stór. Hún ljós og lítil — PínulítiL I-Iann staðnæmdist inni í koldimmu porti. Þar voru fokkrir stórir kassar, tómir að öðru en hálmi og bréfatætlum. harna staðnæmdist hann og gat ekki annað, því það var múr- yeggur fyrir. Hann studdist við einn kassann, sem lá á hlið- Uini og var opinn. Konan kom til hans og vildi blíðka skap ^ans. Þarna var svo dimmt, að varla sáust skil á svörtu og hvítu. „Hættu nú þessu og komdu með mér,“ bað hún og reyndi láta vel að honum. „Heim. Já, heim — heim — heim. Það er dásamlegt orð. ’ ölið, sem aldrei fékk uppreisn á jörð, var auðlegð á vöxt-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.