Eimreiðin - 01.07.1957, Page 54
20(5
EIMREIÐIN
voru ofnar úr útlendu efni, tvisti, svo og svuntuefni. Dá-
lítið var keypt: af lérefti, svo sem í ver á kodda, en undir-
voðir í rúm voru oftast úr vaðmáli. Ábreiður yfir rúm voru
heimaunnar og oft notaðar ofan á sig yfir sæng um vetur, er
kalt var. Stígvél eða svonefnda „danska skó“ áttu sumir, inn-
lendir skósmiðir höfðu þó gert þá. Þeir voru aðeins notaðir
spari, við hátíðleg tækifæri. Einstaka rnaður átti vaðstígvél,
og notuðu sumir þau fyrir spariskó, þótt þerrir væri. Man
ég tvo rnenn, er ætíð voru í hnéháum vaðstígvélum, er ég sá
þá. Hvorugur var þó úr Lýtingsstaðahreppi. Var sagt, að annar
þessara manna væri hálfan dag að komast í stígvélin, svo
hörð voru þau og óþjál, og þegar hann þurfti að komast úr
þeim aftur, gekk það ekki þrautalaust. Síðast er ég sá þennan
mann var það á Sauðárkróki. Var hann að fara til Ameríku
og var þá í vaðstígvélunum góðu. Datt mér þá í hug, hvort
hann mundi nokkurn tíma komast úr þeim á leiðinni.
Flestir búshlutir, amboð og áhöld voru heimatilbúin, er
ég man fyrst eftir. Askar voru þó ekki notaðir á heimili for-
eldra minna, heldur leirskálar, diskar og bollar, eins og nu
gerist. Yfirleitt borðuðu menn með hornspónum, en útlend
hnífapör voru notuð á Mælifelli. Borðaði faðir minn og gestu'
ætíð með þeirn, en við bræður áttum spæni eftir Pál spóna-
smið, og var grafið á skaftið höfðaletur. Matur var þá skamuú-
aður. Fékk hver sinn skammt, skál og disk. Borðaði fólkið
með sjálfskeiðungum sínum og hornspónum. En ætíð var lag'1
á borð fyrir föður minn og okknr bræður og smiði, er þe*r
voru, en það var oft. Ennfremur var lagt á borð fvrir piha>
er faðir minn hafði til kennslu, og svo marga meiri háttar
gesti, en slíkir gestir voru ekki sjaldséðir. Margt sveitafólk
vildi heldur fá mat sinn „upp á gamla móðinn“ og borða eins
og það var vant, með guðsgöfflunum og sjálfskeiðunguu1’
þótt það væri gestkomandi.
Trog og byttur, vatnsfötur og kollur var allt smíðað heima
eða keypt af smiðurn, helzt utan af Skaga, smíðað úr rekavió-
Fljótt kom skilvinda, en þó man ég mörg ár, er mjólkin va1
„sett“ í trog og undanrennan þannig skilin frá rjómanitm-
Faðir minn hætti mjög snemma að færa frá og lét aernai