Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1957, Page 60

Eimreiðin - 01.07.1957, Page 60
212 EIMREIÐIN að stofna varanlega byggð á amerískri grund. Hinar skýru og ágætu frásögur af ævintýrum þeirra, sem varðveitzt hafa í sög- um, eru okkur fullkomin sönnun fyrir því að þessir landafundir séu söguleg staðreynd. Því miður hafa allar tilraunir til þess að finna einhverjar minjar vestra um komu þeirra þangað reynzt með öllu árangurslausar. Ástæðurnar fyrir þessu eru okkur augljósar úr sögunum: Hinir innfæddu íbúar landsins réðust gegn víkingunum og þeim tókst aldrei að ná þar var- anlegri bólfestu. Þar með brast allt frekara samband millunt íslands og Vesturheims, og það væri út af fyrir sig fróðlegt að bolla- leggja um afleiðingar þess fyrir ísland. ísland einangraðist og varð að einbúanum í Atlantshafi, eins og Einar Jónsson nefndi það. I hinum fyrirlestrum mínum ræddi ég um ýmsa þætti sambandsins millum Bandaríkjanna og gamla heimsins, eink- um Noregs, þess lands, sem ég þekki bezt. Ég naut ánægjunn- ar af því að skýra frá því, live mikill áhugi er nú ríkjandi innan bandarískra háskóla á norrænum málum, en þar ber forníslenzkuna hæst. Þessi áhugi á sér tvennar rætur. Annars vegar er ást innflytjandans á tungu og bókmenntum heima- lands síns, hins vegar áhugi liins menntaða Bandaríkjamanns á öllu því, sem gott er og gagnlegt í menningu og listum gamla heimsins. Ég sýndi m. a. fram á þetta með fyrirlestri mínum um Ibsen og áhrif hans vestan hafs. Þar minntist ég á hin margbreytilegu viðhorf, sem komið liafa fram 1 Ameríku gagnvart verkum Ibsens og hversu mikil áhrif hann hefur liaft á leiklistarlíf í Bandaríkjunum og hefur enn. Þa ræddi ég í öðrum fyrirlestri um enska tungu í Ameríku og reyndi að sýna fram á, hverjar hliðstæður væri þar að finna við þróun íslenzkrar tungu. Bæði málin fluttust frá heima- landi sínu til nýlendu, sem síðan varð með öllu sjálfstæÖ- Bæði málin standa nokkurn veginn jöfnum fæti, hvar sem er í núverandi heimkynnum þeirra, og þau endurspegla það málfar, sem tíðkast á þeim tíma, er þau fluttust út. Því eru bæði málin fastheldnari, íhaldssamari en móðurmálið, e11

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.