Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1957, Page 69

Eimreiðin - 01.07.1957, Page 69
Öíar, Höfundur kvæðisins Órar, er hér fer á eftir, er Skúli V. Guðjónsson, prófessor í Árósum. Dr. Skúli var fæddur í Vatnskoti í Hegranesi í Skaga- íjarðarsýslu 26. nóvember 1895. Hann varð stúdent 1917, cand. med. 1923. Prófessor í heilsufræði og manneldisfræðum í Árósum 1939. Mjög K'kktur vísindamaður víða um heim. í skóla orti hann nokkuð, en lagði það að mestu niður lengi. Fór aftur að yrkja á efri árum, eftir að hann tók þann sið, að dvelja í ætt- landi sínu og heimasveit að sumrum. Kvæði hans sýna, að hann hefur verið skáld gott. Hr. Skúli andaðist snögglega 25. janúar 1955. Þ. J. Hvað er svef n og hvað er vaka? Hvar eru mœrin drauma landa, ef að hugar órar taka arnflugið með vœngi þanda? Dalalæða deigan slóða dregur eftir lægð og sundum, grúfir rekju-misturs móða mjúklima á velli og grundum. Daggarúða dreglum sleginn drúpir þwigu höfði smalinn, hvildinni og friði feginn um fjalla-rökkur-bláan dalinn. Fuglum himins flugin dofna, fjaðrasléttan livíla vœnginn, á mosaþúfum mjúkum sofna, mild er þreyttum nætursængin.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.