Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1957, Side 71

Eimreiðin - 01.07.1957, Side 71
ÓRAR 223 Þó man ég belur mjúka bleeinn og milda tíð i Naustavík, bjartan hömrum bryddan sœinn, blika sólu gylltan œginn, og árafleyin auðnurík. Ljósast man ég leiðin þýðu, linu dregna fullan skut, sævar glæstu sviðin viðu, seglin hvit og skiþin friðu, fiskiafla liáan hlut. Jóstein formann jafnan glaða ég í minum huga sé setja fram og seglum lilaða, sjókindur að önglum laða, munda sterkan stýristré. Skíni sól á skarir boða Skarfastein og þarabrik rauðagulli rjóði gnoða rá og strengi þandra voða frá Hegranesi og Naustavik. Vaki ég yfir velktum skræðum vökuþreyttur marga nótt. Læri fátt af löngum ræðum, þó lesi margt af nýjum fræðum. Langt yfir skammt er löngum sótt. Úr heimi þessum liafa fáir hugarórar gripið flug. Hér er fátt, sem hjart.að þráir, hér eru engir tindar bláir, ekki margt sem hrifur hug.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.