Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1958, Page 15

Eimreiðin - 01.04.1958, Page 15
ViS vötnin ströná eftir Bjöm J. Blöndal. Það er 19. maí 1926? Ég verð að setja spurningarmerki við artalið. Það er vegna þess, að bókin, sem ártalið var skráð í, er líklega glötuð. Ég lánaði hana og hef ekki fengið hana aftur. Allan daginn hefur verið stórrigning. Rigning og rok. Hvítá er í stórflóði og veltur áfram, brún af mold og leir. 19. maí er annadagur netaveiðimannanna. Þá þurfa þeir að flytja netin að ánni og leggja síðustu hönd á útbúnað þeirra. Þeir þurfa að leggja stjórunum, sem eiga að halda net- unum stöðugum í ánni, og svo er ótal margt smávegis, sem þarf að vera í lagi, þegar netin eru lögð. Klukkan tólf hefst Veiðitíminn. Annars, ef frómt er frá sagt, var það vani flestra, á meðan eg þekkti til, að fara að væta netin, svo sem hálftíma eða jafn- Vel klukkutíma áður en veiðitíminn hófst, og þó var klukkan tolf. Sumum kann að virðast, að ég sé orðinn tvísaga með klukkuna. Það er mesti misskilningur. Að minnsta kosti man eg vel eftir því, að ég flýtti klukkunni og stakk henni í vas- ann. Tók hana svo aftur upp og sá, að hún var farin að ganga eitt. Þá var sannarlega kominn veiðitími. En í kvöld er engin ástæða til að flýta klukkunni. Það væri lélegur veiðimaður, sem vildi hefja veiðitímann með því að skemma netin sín. Hvítá er enn að vaxa og ber með sér alls konar rusl, mosa, birki- og víðigreinar, gamalt slý og margt °g margt. Þetta rusl festist meira og minna í netin, gerir þau °Veiðin og rífur þau. Stundum rífur straumurinn netin. Nugg- ar þeim við botninn fram og aftur, þar til möskvar og teinar s|itna sundur. Það er hægt að gera við netin, en þau verða sIaldan eins veiðin, ef skemmdir eru miklar.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.