Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1958, Qupperneq 15

Eimreiðin - 01.04.1958, Qupperneq 15
ViS vötnin ströná eftir Bjöm J. Blöndal. Það er 19. maí 1926? Ég verð að setja spurningarmerki við artalið. Það er vegna þess, að bókin, sem ártalið var skráð í, er líklega glötuð. Ég lánaði hana og hef ekki fengið hana aftur. Allan daginn hefur verið stórrigning. Rigning og rok. Hvítá er í stórflóði og veltur áfram, brún af mold og leir. 19. maí er annadagur netaveiðimannanna. Þá þurfa þeir að flytja netin að ánni og leggja síðustu hönd á útbúnað þeirra. Þeir þurfa að leggja stjórunum, sem eiga að halda net- unum stöðugum í ánni, og svo er ótal margt smávegis, sem þarf að vera í lagi, þegar netin eru lögð. Klukkan tólf hefst Veiðitíminn. Annars, ef frómt er frá sagt, var það vani flestra, á meðan eg þekkti til, að fara að væta netin, svo sem hálftíma eða jafn- Vel klukkutíma áður en veiðitíminn hófst, og þó var klukkan tolf. Sumum kann að virðast, að ég sé orðinn tvísaga með klukkuna. Það er mesti misskilningur. Að minnsta kosti man eg vel eftir því, að ég flýtti klukkunni og stakk henni í vas- ann. Tók hana svo aftur upp og sá, að hún var farin að ganga eitt. Þá var sannarlega kominn veiðitími. En í kvöld er engin ástæða til að flýta klukkunni. Það væri lélegur veiðimaður, sem vildi hefja veiðitímann með því að skemma netin sín. Hvítá er enn að vaxa og ber með sér alls konar rusl, mosa, birki- og víðigreinar, gamalt slý og margt °g margt. Þetta rusl festist meira og minna í netin, gerir þau °Veiðin og rífur þau. Stundum rífur straumurinn netin. Nugg- ar þeim við botninn fram og aftur, þar til möskvar og teinar s|itna sundur. Það er hægt að gera við netin, en þau verða sIaldan eins veiðin, ef skemmdir eru miklar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.