Eimreiðin - 01.01.1959, Side 21
EIMREIÐIN
Fyrir framan rúm séra Höskuldar situr Hallur. veðurbar-
inn tnaður og útitekinn. Á fatnaði hans sést, að hann er
ferðamaður. í frambaðstofunni er dóttir prestsins, Þórunn,
Vlð iðju sína, ásamt öðru heimafólki á staðnum. Hún heyr-
lr. ef faðir hennar kallar, og bregður þá við, honum til að-
stoðar.
Séra Höskuldur: Þú sækir illa að mér, Hallur.
Hallur: Hefur þú verið veikur undanfarið?
Séra Höskuldur: Jú, ég hef verið veikur síðan í liaust,
einkum fyrir hjartanu.
Hallur: Heftirðu ekki getað Jrjónað?
Séra Höskuldur: Ég veit ekki, ltvað segja skal. Síðan ég
fór að fá þetta fyrir hjartað, hef ég átt erfitt með að komast
a annexíuna. Þó hef ég reynt að embætta reglulega með
gnðs hjálp. En það hefur verið öllu erfiðara með húsvitjanir.
Hallur: Ertu viss um það samt, að þú hafir ekki reynt á
þig um of?
Séra Höskuldur: Ég hef aldrei vanizt á að hlífa sjálfum
mér, Hallur. — Þar að auki er það farið að hvíla þungt á
mér, að drottinn kunni að kalla mig burtu, áður en ég lief
lokið dagsverkinu.
Hallur: Þú átt við fræðiiðkanir þínar?
Séra Höskuldur: Og þó veit enginn betur en ég, hvað þetta
er lítið, sem ég hef komið í verk.
Hallur: Láttu öðrum eftir að dæma um það, séra Hösk-
uldur.
Séra Höskuldur: Ég á stóra skuld að gjalda. Það var hætt
komið lífi mínu, ef fóstri minn blessaður hefði ekki tekið
mig að sér, þegar foreldrar mínir féllu frá.
Hallur: Þú varst ungur, þegar þau dóu?
Séra Höskuldur: Þeim var orðið mál að hvílast í guði sín-
um. Það er ekki létt líf að vera fátækir förumenn með drem>
1 eftirdragi. —
Hallur: Þú hefur þá staðið uppi allslaus.
Séra Höskuldur: Nei, ekki allslaus. — Þau létu mér eftir
óýran arf.