Eimreiðin - 01.01.1959, Page 22
6
EIMREIÐIN
Hallur: Og voru þó svo fátæk, að þau urðu að fara á ver-
gang?
Séra Höskuldur: Þau áttu ekkert, nema mig, — og þessa
skinnbók, sem liggur þarna á borðinu. Fóstri minn tók við
hvoru tveggja, mér og bókinni.
Hallur: Fóstri þinn var mikill bókamaður.
Séra Höskuldur: Hann sagði stundum, að enginn föru-
sveinn hefði nokkurn tíma lagt með sér annað eins djásn og
þessa skinnbók.
Hallur: Þetta varð þér happabók, séra Höskuldur.
Séra Höskuldur: Fóstri minn borgaði mér bókarverðið með
því að ala mig upp, kosta mig í skóla og gera mig að kapelán
sínum. Og áður en hann lézt, gaf hann mér bókina aftur.
Hallur: Það væri ekki mót von, þótt þér þætti vænt um
þessa bók?
Séra Höskuldur: Hún er mér kærari en allt, sem kallaðir
eru dauðir hlutir. — Líf föður míns er fólgið í þessari bók.
Hallur: Faðir Júnn skrifaði hana?
Séra Höskuldur: Það var eina bókin, sem hann átti. Og
þó hafði hann afritað margar bækur fyrir ríkisbændur og
presta.
Hallur: Og samt endaði liann með því að fara á vergang.
Séra Höskuldur: Hann var heilsulítill. Og hvað átti hann
að gera, þegar alger bjargarskortur varð um allt Austurland.
— En þau þoldu ekki hallærið, foreldrar mínir. — — Þau
veiktust bæði sama sólarhringinn — og dóu í sörnu vikunni.
Hallur: Það hafa verið erfiðir dagar fyrir þig, jafnungan.
Séra Höskuldur: Ekki veit ég, hvernig farið hefði, ef það
iiefði ekki borið að á öðru eins heimili og hjá fóstra mín-
um. — Og þó var ærinn hópur af aumingjum fvrir, sem
hann hafði skotið skjólshúsi yfir.
Hallur: Þetta er vel skrifuð bók og fallega dregnar myndir.
En það vantar niðurlagið.
Séra Höskuldur: Já, það vantar alltaf. — Og mig kennir til,
þegar ég hugsa um ástæðurnar til þess.
Hallur: Er livergi til annað eintak af henni, svo að hæg't
sé að skrifa það upp?