Eimreiðin - 01.01.1959, Page 23
EIMREIÐIN
7
Séra Höskuldur: Ég hef leitað og leitað. Ég hef spurt
bæði gest og gangandi, ólærðan senr laerðan, en árangurslaust.
Hallur: Hefur þú sjálfur enga hugmynd um, hvernig sag-
an endaði?
Séra Höskuldur: Ekki fyrir víst. - Ég heyrði hana lesna,
þegar ég var lítill. En ég veit aldrei með vissu, hvað er íétt
niunað og hvað er hugarburður.
Hallur: Áttu ekki afrit af þessari bók?
Séra Höskuldur: Nei. - Ár eftir ár ætlaði ég að afrita hana.
En fátækt nrín hefur orðið meiri með hverju ári, — og skinn-
in verða dýrari og dýrari.
Hallur: Þú skrifar fagra Irönd, eins og faðir þinn?
Séra Höskuldur: Nei, ekki eins og faðir minn. Hjá hon-
nnr var líf í hverjunr pennadrætti.
Hallur: Af lrverju unni faðir þinn þessari sögu svo nrjög?
Séra Höskuldur: Hún gerist Irér á Austurlandi, og sögu-
hetjurnar eru okkur nákomnar. Kotbóndinn, sem flosnaði
UPP og gerðist beiningamaður, var kominn í beinan karllegg
af goðanum, senr varpaði ljóma yfir þennan landsfjórðung.
Hallur: Já. — Er það einhvers virði fyrir þann, senr klæð-
ist tötrum, að eiga skrúðklæði í ætt sinni?
Séra Höskuldur: Forfaðirinn og afsprengi lrans eru kvist-
ir hins sama meiðs, — og í öllum meiðnum er hið sanra líf,
~ hf fslendingsins.
Hallur: Ég lreld, að ég skilji þig.
Séra Höskuldur: Hallur! Sagan, sem faðir nrinn afritaði,
var ekki fyrst og fremst saga einlrverra dáinna fornmanna.
Hún var í hans augum saga hins frjálsa íslendings, sem ekki
laut kúgun nokkurs manns. Ekki páfa, konungs eða kaup-
’rianns. Og fátæki förumaðurinn var sjálfur þessi íslendingur,
°g hafði sinn rétt til þess að bjóða stornrinunr og frostinu
byrginn. — Fornsagan var honum sönnun þess, að lrann væri
borinn til ríkis á þeirri jörð, senr hann atti ekkert í, ekki
einu sinni sporin, sem hann stóð í.
Hallur: Og þú átt við, að þessi trú hafi viðhaldið lífs-
þrótti föður þíns?
Séra Höskuldur: Hún gerir nreira. Hinni íslenzku þjóð er
óhætt, þó að kaupmenn og fógetar kreisti blóðið undan nögl-