Eimreiðin - 01.01.1959, Page 24
8
EIMREIÐIN
um hennar og skorturinn kremji hana. — Henni væri óhætt,
þó að höfuðból legðust í eyði, — og sveitir féllu í auðn, ef
hún veit það sjálf og trúir því, að förumaðurinn, sem ber
drenginn sinn yfir Berufjarðarskarð, standi jafnfætis kóng-
inum.
Hallur: Mig skal ekki furða, þótt þú hafir mætur á forn-
um bókum.
Séra Höskuldur: Þær eru skilríki ríkiserfingjans, þegar hann
á sínum tíma brýzt til valda.
Hallur: Þá ættir þú að vera ánægður yfir þeirri skipan
konungsins úti í Kaupmannahöfn, senr nú er verið að frant-
kvæma.
Séra Höskuldur: Áttu við það háttalag að sópa saman bók-
um og handritum hvaðanæva af landinu og hrúga þeim sanr-
an í Kaupmannahöfn?
Hallur: Nú vill kóngurinn gera það, sem við íslendingar
getum ekki gert. En það er að safna saman öllum merkum
bókum og láta þær út ganga á þrykk.
Séra Höskuldur: Það kostar mikið.
Hallur: Kóngurinn er ríkur. Og þegar neyðin er svo mikil
innan lands sem hún nú er, verður þess \arla að vænta, að
mikið af bókum verði út gefið hér á landi.
Séra Höskuldur: Það tekur langan tíma fyrir kónginn, Hall-
ur, að koma svo rniklu í kring. Og hræddur er ég um, að við
verðum báðir dauðir, áður en það er skeð.
Hallur: Þá geymir kóngurinn allt sarnan í stærri og betri
húsum en við getum byggt hér á landi.
Séra Höskuldur: Ekki efast ég um, að kóngurinn vilji vel.
En þó lízt mér ekki á þetta áform hans. Skrifarar hans maje-
statis skilja ekki móðurmál íslenzkra.
Hallur: Úr því bætir hann með því að hafa hjá sér heilan
hóp af mönnum, sem ekki liafa annað að gera en að grúská
og rannsaka gantlar liistoríur og forn fræði.
Séra Höskuldur: Gæti hann ekki alveg eins launað þá menn
hér í landinu sjálfu?
Hallur: Ekki er ég frá því, að hann gæti það. En þó ber
tvennt til, að hann vill heldur láta gera það í Kaupmannahöfn.
Séra Höskuldur: Og hvað er það?