Eimreiðin - 01.01.1959, Side 26
10
EIMREIÐIN
Séra Höskuldur: Ég mundi vilja mikið til vinna, að það
tækist.
Hallur: En þarf hann þá ekki að þekkja bókina meira en
ai afspurn einni saman?
Séra Höskuldur: Betra væri það. Þess vegna þykir mér öðr-
um þræði súrt í brotið, að hann skuli ekki hafa fengið færi
á að skoða hana.
Hallur: Ég veit, að hann hefur líka rnikla löngun til að
sjá hana.
Séra Höskuldur: Heftir hann látið orð falla um það? —
Hver hefur sagt honum frá henni?
Hallur: Bæði ég og fleiri. Bókin er fræg um allar jarðir.
Séra Höskuldur: Kannske hann geti komið því við að líta
hér inn næsta sumar, ef hann heldur áfrarn að ferðast.
Hallur: Hann vill helzt ekki bíða þangað til, ef annað er
hægt.
Séra Höskuldur: Áttu við það, að hann komi fyrr?
Hallur: Ég vil ekki draga þig á þessu, séra Höskuldur. —
Ástæðan fyrir því, að ég er hér á ferð, er engin önnur en sú,
að frændi minn sendi mig.
Séra Höskuldur: Sendi þig? Og til hvers?
Hallur: Til þess að spyrja þig, hvort þú gætir hugsað þér
að selja kónginum bókina? Éyrir gott verð auðvitað.
Séra Höskuldur: Hvað segirðu? Hvort ég vildi selja bókina?
Meintirðu þetta, sem þú sagðir?
Hallur: Já, það er að segja, ef þér væri það ekki óljúft.
Séra Höskuldur: Og var það ætlunin, að þú færir með hana
með þér?
Hallur: Helzt. —
Séra Höskuldur: Minnir rrtig það ekki rétt, að ég segði þér,
að faðir minn hefði afritað þessa bók?
Hallur: Jú.
Séra Höskuldur: Og að þetta væri eina eintakið, sem til
væri af henni nú?
Hallur: Það veit ég vel, — en einmitt þess vegna hafði
frændi sérstakan áhuga á henni.
Séra Höskuldur: Og hafði ég ekki sagt þér, að bókin hefði
tvisvar bjargað lífi rnínu?