Eimreiðin - 01.01.1959, Page 27
EIMREIÐIN
11
Hallur: Tvisvar?
Séra Höskuldur: Já, — fyrst, þegar faðir minn fór með mig
yfir Berufjarðarskarð, og bókin lét líf af sínu lífi, — mér til lífs.
Og
í seinna skiptið, þegar fóstri minn, sem síðar varð, tók við
henni mér til lífsuppeldis.
Hallur: Mér er ekki fyllilega ljóst, hvað þú átt við.
Séra Höskuldur: En þá skilurðu víst ekki, að þessi heimsókn
þín hingað í dag er mesta svívirðingin, sem mér hefur verið
sýnd á ævinni? Segðu kónginum það frá gömlum austfirzkum
sveitapresti. (Kallar) Þórunn! Þórunn!
Þórunn: (Kemur) Hvað er að? Færðu nú aftur fyrir hjart-
að, pápi minn?
Séra Höskuldur: Það er ekki mót von. — Nei, mig grunaði
ekki, að Hallur ætti eftir að gera mér slíka heimsókn.
Þórunn: Hallur! Hvað sagðirðu við hann, sem kemur hon-
Uin í svona mikla geðshræringu.
Hallur: Ég var alveg grandalaus, Þórunn. Ég átti ekki von
a> að hann mundi taka þessu svona geyst?
Þórunn: Og ég átti ekki von á, að þú mundir vilja særa
föður minn, sízt veikan.
Séra Höskuldur: Nei, segðu kónginum, að hann sé búinn
að taka nóg burt héðan af íslandi, meira að segja helga dóma
Ur guðshúsum. Segðu honum frá mér, að það sé kóngur yfir
honum, sem láti sér ekki á sama standa um fátækar kirkjur
°g kannske ekki íslendingasögur heldur. —
Þórunn: Svona, faðir minn. Reyndu nú að stilla þig. Auð-
\ ítað vill kóngurinn ekki níðast á þér eða öðrum.
Hallur: Þórunn hefur rétt fyrir sér. Kóngurinn ágirnist
ekki bókina þína, ef þú vilt ekki selja honum hana. Svo er
það útrætt mál. —
Séra Höskuldur: Jæja, — jæja. — Lof mér að jafna mig.
En gerðu mér þetta ekki oftar, Hallur, ef þú vilt heita vinur
niinn.
Hallur: Ég vona, að við séuni þá sáttir aftur. — En það er
þá annað tilboð, sem þér ætti að vera meira í hag.
Séra Höskuldur: Er ekki réttast að láta mig í friði með öll
tilboð?
Þórunn: Vertu nú rólegur, pápi minn. — Við skulum heyra,