Eimreiðin - 01.01.1959, Blaðsíða 29
EIMREIÐIN
13
Hallur: Þórunn hefur rétt fyrir sér, og ég tek því með þökk-
tnn, að fá að gista hjá ykkur í nótt.
Séra Höskuldur: Það er meira en velkomið.
Hallur: Góða nótt. Ég vona, að þú getir sofið rólega.
Séra Höskuldur: Góða nótt. (Andartaks þögn.) Hallur!
Hallur: Já?
Séra Höskuldur: Þegar ég kann að falla frá, mátt þú 1 á n a
h'ænda þínum bókina, svo framarlega sem dóttir mín leyfir.
Én þið sjáið svo um, að hún fái hana aftur.
Hallur: Við sjáurn, hvað setur, séra Höskuldur. Það er eng-
hr ástæða til að ræða þetta frekar í kvöld.
Séra Höskuldur: Nei, nú skulum við reyna að hvílast. Góða
nótt! En þetta tal okkar liefur gert það að verkum, að nú hugsa
ég líklega um bókina í alla nótt, — bókina og foreldra mína. —
Hljóðfeerasláttur.
Gunnar: Vakir þú, Þórdís?
Þórdis: Það er varla annars von.
Gunnar: Sefur Höskuldur litli?
Þórdís: Ég veit ekki, hvort ég á að kalla það svefn.
Gunnar: Blessað barnið! — Hefurðu reynt að sópa vel inn-
an kvarnarstokkinn? Gæti ekki levnzt þar svo sem einn mjöl-
hnefi?
Þórdís: Þó að þú sópaðir innan bæinn, fyndirðu ekki agnar-
ögn matarkyns.
Gunnar: Ég veit það.
Þórdis: Til hvers er þá að spyrja?
Gunnar: Hvað getum við annað en spurt, — spurt út í
myrkrið.
Þórdis: Heldurðu, að þeir lumi ekki á matarbita á prests-
setrinu, ef þú reynir að skreiðast þangað?
Gunnar: Presturinn er búinn að taka svo marga á fram-
heri sitt, að hjúin eru að verða máttfarin af svelti.
Þórdis: En liann sjálfur?
Gunnar: Bæði hann og maddaman sitja við sama kost og
sveitarlimirnir.
Þórdis: Ef höfðingjarnir fara að deyja úr ófeiti, þá er út-
séð um alþýðuna.