Eimreiðin - 01.01.1959, Side 31
EIMREIÐIN
15
Þórdis: Þú veizt sjálfur, að það er til skinn á bænum.
Gunnar (hrekkur við): Guð hjálpi mér! Þér kemur það þó
ekki til hugar, Þórdís.
Þórdís: Hungrið hefur kúgað liuga minn, — svo að ég lít
ekki lengur á neitt annað en það, hvernig við getum lifað
td vorsins, — eða til næsta dags.
Gunnar: Við betlum okkur skæðaskinn, eins og annað.
Þórdis: Yið verðum að ganga margar bæjarleiðir, áður en
það fæst.
Gunnar: Bókina sker ég ekki í sundur.
Þórdís: Þá skerast fætur Höskuldar litla á grjótinu.
Gunnar: Bækur, Þórdís, — bækur eru ekki dauðir hlutir,
sem hægt er að — nei, að skera sundur bók er að skera í lif-
andi hold.
Þórdis: Hvort er þér meira virði líf bókarinnar eða líf son-
ar þíns?
Gunnar: Þú jrarft ekki að spvrja slíks. Hvenær sástu mig
glaðari en þegar þessi drengur fæddist? — En bókin? Hún er
aJeiga mín. Það eina af listaverkum mínum, sem ég á sjálfur.
% hef tekið út fæðingarhríðir hennar vegna. —
Þórdís: Hver tók út fæðingarhríðir vegna sonar þíns?
Gunnar: Þá ættirðu líka að skilja mig, Þórdís.
Þórdis: Gunnar! Þú ættir að skilja, að þegar líf drengsins
er 1 hættu, skil ég ekkert, — nema það, að hann á að lifa. —
Og
nú eigurn við einskis úrkosta, annars en þess að fara á
'ergang, _ biðja beininga fyrir hvers manns dyrum. — Við
Vltum ekki, livort hann þolir flakkið, sveit úr sveit. En
bíeði mundum við frekar ganga berfætt og klæðlaus en að
bann væri skólaus á hjarninu. — Þú mundir fórna öllu, gefa
abt> — líf sjálfs þín, ef svo bæri undir, — og bókina þína
bba, listaverkið. —. Ég veit, að þú velur ekki nema á einn
'eg- Þess vegna er ég búin að velja fyrir þína hönd.
Gunnar: Búin? — Þú ert þó ekki búin að skera úr bókinni?
Þórdís: Nei, — ekki enn þá.
Gunnar: (Þögn.) Fáðu mér hnífinn. — Þögn.) Því hikarðu?
~~ Fáðu mér hann fljótt.
Þórdis: Nei. Ég get það ekki.
Gunnar: Réttu mér hnífinn, kona? — Ertu gengin af vitinu?