Eimreiðin - 01.01.1959, Síða 33
EIMREIÐIN
17
Sögu-Fróði: Við því að eyða því verki, sem ég vann. (Með
áherzlu.) Þessa bók hef ég sjálfur saman sett.
Séra Höskuldur: Er bókin þitt verk?
Sögu-Fróði: Hver hugsun var mín. Hvert orð var mitt.
Séra Höskuldur: \ engu vil ég síður valda skemmdum en
þessari bók. í henni er líf mitt.
Sögu-Fróði: í henni er margra manna líf, margra dauði.
Séra Höskuldur: Seg mér, hver þú ert.
Sögu-Fróði: Ég er maðurinn, sem vildi varðveita líf ættar
'ninnar, — og líf lands míns.
Séra Höskuldur: Líf lands þíns?
Sögu-Fróði: Öldinni var að hnigna. Ættir eyddust. — Bæir
voru brenndir. — En hvar sem ég fór, fann ég sögur skráðar
í götur og gerði, dali og hóla, bæi og búgarða. Ég fór um
Álftafjörð og Berufjörð, Breiðdal og Hérað liið efra og norð-
ur fyrir Vatn. — Og hvarvetna lifðu sögur hins liðna, — skráð-
ar í örnefni landsins, vísur alþýðunnar, munnmæli ættanna.
" hetta horfna og hverfandi líf vildi ég færa yfir á skinn
bókarinnar, — ástúð og hatur, hefndir og vináttu, hrevsti og
rcianndóm. — Líf höfðingja og kappa, landnámsmanna og
bænda vildi ég gefa hverjum íslendingi um aldir fram.
Séra Höskuldur: Þér tókst það. Svo lengi sem bækur eru
trÉ eru fátæklingar íslands auðugir nrenn, — og alþvðan kon-
ungar.
Sögu-Fróði: Á þessari bók hefur þú troðið, Höskuldur
prestur.
Séra Höskuldur: Til þess að elska hana síðan allt mitt líf.
Sögu-Fróði: Tvö blöð hafa glatazt og eyðzt.
Séra Höskuldur: Og alla mína ævi hef ég spurt — hvað á
þeinr blöðum lrafi verið. En enginn gat veitt mér svar.
Sögu-Fróði: Enginn getur veitt þér svarið, nema ég einn.
~~ En hönd mín nrá eigi framar halda á penna, — holdvana
liönd, — fáein bein í djúpri mold í kirkjugarði.
Séra Höskuldur: Ef þinn hugur stjórnar minni hendi. —
Sögu-Fróði: Ef minn lrugur stjórnar þínum hug, — verður
bókin heil.
Séra Höskuldur: Veit nrér þá bón.
Sögu-Fróði: Hví skyldir þú æskja þess.
2