Eimreiðin - 01.01.1959, Side 34
18
EIMREIÐIN
Séra Höskuldur: Á mér livílir sekt. — Þú einn getur leyst
mig. — Einskis hef ég beðið jafnheitt og að mega endurgjalda
það, sem fyrir mig var fórnað, — þegar líf mitt var í hættu.
Sögu-Fróði: Og nú getur þú aðeins endurgoldið það með
því, sem þú færð sjálfur að gjöf.
Séra Höskuldur: Bróðir! Veittu mér þá gjöf. —
Sögu-Fróði: Getir þú þegið af mér nú það, sem ég áður
þáði af öðrum, skal það látið í té með einu skilyrði.
Séra Höskuldur: Hvert er það skilyrði?
Sögu-Fróði: Að þú fylgir aðvörun minni.
Séra Höskuldur: Hver er hún?
Sögu-Fróði: Lát þú bók þessa aldrei frá þér í lifanda lífi,
— og ekki heldur að þér dauðum.
Séra Höskuldur: A liún að fara í gröf með mér?
Sögu-Fróði: Nei, — en hún á að vera þar, sem hugur þinn
dvelur og andi þinn lifir. Líkami þinn fer í gröf. Hann þarf
engrar bókar við. — Sál þín fer til liimna. Ekki fer bókin þang-
að, nema að því leyti sem hún lifir í minningu hugar þíns. — En
hér á jörðinni lifir áfram sá andi, sem í þér býr, andi hins bók-
elska Islendings. Hér halda menn áfram að sækjast eftir list
skáldskapar og sögu, eftir að þú ert horfinn. Hér á bók þín
að vera.
Séra Höskuldur: Þú átt við, að hún verði ekki send á
brott, — ekki heldur eftir minn dag.
Sögu-Fróði: Þú eyddir eitt sinn blöðum úr þessari bók með
því að traðka þau ofan í aur og mold. — En mig uggir, að
hún fái verri örlög — ef hún fer héðan.
Séra Höskuldur: Hvernig?
Sögu-Fróði: Ég sé reyk og eld, — skinnin skorpna, vefjast
saman, sortna af sóti, eyðast til ösku. — Það er líf, sem brennur.
Séra Höskuldur: Er það þessi bók, sem logarnir leika um?
Sögu-Fróði: Ég sé bækur, sem lokaðar eru inni í dimmu
herbergi, — þar sem útlendir menn lesa án þess að skilja, —
fara höndum um þær, án þess að finna líf.
Séra Höskuldur: En ef þær eyðast hér?
Sögu-Fróði: Þær eyðast ekki hér, nema þjóðin sé að dauða
komin, — og sé hún þannig stödd, þarf hún þess mest með,
að bókin sé kyrr, — líf fortíðarinnar.