Eimreiðin - 01.01.1959, Page 35
EIMREIÐIN
19
Séra Höskuldur: Ég geng að þessu skilyrði af heilurn huga.
A morgun segi ég dóttur minni, að hún megi aldrei láta bók-
Iria frá sér. — Lestu mér fyrir. Ég hef fallegt blek, og ég skal
hreinrita síðar.
Sögu-Fróði: Geturðu setið uppréttur við borðið?
Séra Höskuldur: Ég finn nýjan þrótt í hverri taug. — Lestu
mér fyrir.
Sögu-Fróði: Valdi hann þá förunauta sína og bað þá ferð-
húast af skyndingu . . .
Hljóðfœrasláttur.
Sögu-Fróði (les fyrir): Varpaði hann þá tötrum sínum, ok
er menn kenndu, at þar var kominn íslendingurinn, setti
aha hljóða, er í höllinni voru.
Séra Höskuldur: Bíð þú við! Blekið er að ganga til þurrðar.
Sögu-Fróði: Kváðu menn þat býsn mikil, er svo ágætur
niaður hafði lengi hraktur verit.
Séra Höskuldur: Penninn er þurr. Blekið er þrotið.
Sögu-Fróði: Nokkuð er enn óritað, Höskuldur prestur.
Séra Höskuldur: Ljá mér kníf þinn.
Sögu-Fróði: Ég sé, hvað þú hyggst að gera. En mun ekki
^etra, að þú hættir skriftinni en að þér blæði út.
Séra Höskuldur: Ég spretti á vinstra handlegg. Rautt blóð,
~~ sjá þú, hve stafirnir verða fagrir, — rauðir eins og þeir,
sem ég man frá bernsku minni. — Lestu, — lestu lengra.
Sögu-Fróði: Konungur bauð honum með sér að vera, en
hann kvað hug sinn stefna mjög til íslands.
Séra Höskuldur (tekur andköf): Lestu áfram. Blóðið renn-
Ur- - Blóð!
Hljóðfceraslátt.ur.
Hallur: Þú varst vottur að samþykki föður þíns. Hann
leyfði, að bókin færi.
Þórunn: En komi hún ekki aftur, þessi bók, blæðir föður
mi'num út í annað sinn.
H Ijóðf æ ras láttur.
ENDIR.