Eimreiðin - 01.01.1959, Síða 40
Rætt viS Míkarð
Einn allra fjölhæfasti listamaður þjóðarinnar, Ríkarður
Jónsson, varð sjötugur 20. september s. 1. Hljóðara var um
þetta afmæli en vert hefði verið, þar sem annar eins völund-
ur átti í hlut og raunar meistari munns og handa. Þó að
skömm sé frá að segja, fylgdist ég ekki með afmæli Ríkarðs
og rankaði ekki við mér fyrr en mánuðum seinna. Þá hringdi
ég í listamanninn og spurði, hvort ég mætti korna eitthvert
kvöldið og ræða við hann um líf hans, list og samferðamenn.
Ríkarður tók málaleitun minni ljúfmannlega, og þurfti ég
ekki lengi að bíða úrlausnar.
Þegar ég kom heim til Ríkarðs, sýndi hann mér fagran
grip, útskorinn. Var það bréfapressa með nafni föður míns.
En þannig stóð á pressu þeirri, að vinir hans í Reykjavík
höfðu eitt sinn beðið Ríkarð að gera hlut nokkurn, er þeir
hugðust gefa föður mínum. En þegar til kom, þótti þeim
gripurinn, sem kosta átti eitt lambsverð eða tvö, of dýr, og
hættu við kaupin. Lá pressan svo hjá Ríkarði, þar til hann
rakst á hana nýverið í dóti sínu. Ákvað hann þá, að hún
skyldi eigi úr ætt ganga. „Ég skrifaði á tvo miða nöfn ykkar
Heiðreks bróður þíns, því að þið eruð einu bræðurnir, sem
ég þekki,“ sagði Ríkarður, „og lét barn draga um. Dró það
miðann með Heiðreks nafni. Ætla ég að senda honum grip-
inn.“
„Manstu, ltvenær við hittumst fyrst?“ spurði ég.
„Já, það var úti í Kaupmannahöfn veturinn 1931—32,“
svarar hann.
„Nei, það var á Þingvöllum 1930. Aðalsteinn Sigmunds-
son kynnti okkur.“
„Því var ég búinn að steingleyma.“
„Næst hittumst við á heimili Steinunnar og Þórðar Jónsson-
ar yfirtollþjóns í Koldingsgötu 20. Þú söngst við raust og'
kvaðst rímur. Síðan hef ég vitað, að þú varst ekki síður