Eimreiðin - 01.01.1959, Síða 44
28
EIMREIÐIN
,,Ekki ætla ég, að það væri hérna, sem ég kom inn,“ sagði
Sigfús, fór upp á loftið aftur og sömu leið rit, til þess að
verða ekki viðskila við fylgjuna, sem vitanlega beið við dvrnai',
þar sem hann liafði farið inn.
Önnur er saga um Sigfús, þegar hann fór milli Dverga-
steins og Seyðisfjarðar. Mætti hann þá vætti nokkurri í gili
á einum stað og reiddi upp stafinn. Þá sagði vætturin:
„Ætlarðu virkilega að ráðast á vin þinn?“
„Mér sýndist þú ganga svo andskoti líkt til fara og hann
Eyjasels-Móri,“ sagði Sigfús.
Sigfús var einu sinni spurður, hvort Skála-Brandur mundi
hafa verið mestur draugur á íslandi.
Hann hugsaði sig örlítið um, þar til hann segir, heldur en
ekki skýrt og ákveðið:
„Nei, Eyjasels-Móri var meiri.“
Síðustu æviárin dvaldist Sigfús á elliheimilinu Grund. Urn
fólkið þar fórust honum m. a. orð á þessa leið:
„Ekki vantar það, alltaf er það að drepast, þetta andskot-
ans heimskupakk á þessu djöfulsins fávitahæli, sem maður
hefur verið settur á. En þetta er eitthvað svo óskaplega lítil-
fjörlegt, að ekki sést svo mikið sem reykur eftir það.“
„Sigfús var líka skáld gott, segi ég, „jafnvel kraftaskáld."
„Hér kemur ein af vísum hans:
Eina þekki ég auðargná,
engum lízt á meyna,
lygin, kjöftug, löt og flá,
leið að sjá og reyna.
Svo mælti séra Árni eitt sinn: „Það er ég viss um, að prestar
eru langsamlega syndugustu menn á jörðu. Það er ekki fyrir
það, að allir menn ljúga meira og minna, en piestar ljúga í Jesú
nafni, amen, og taka fé fyrir, og það er svo mikil synd, að
enginn guðdómur er svo miskunnsamur, að hann geti fyrir-
gefið það, og ef hann fyrirgefur það samt, þá er það glæp-
ur.“ „Séra Árni var ekki hendingarfær,“ sagði Sigfús."
„Þetta orð minnir mig á pappírshnífinn hans föður míns
og beinakerlingarvísuna, senr þú kvaðst og krotaðir á hann.
Samtímis var það víst, að þú sendir móður minni baukinn