Eimreiðin - 01.01.1959, Page 46
30
EIMREIÐIN
Úr Gamla heyinu: Bær Brands.
lenzku ótrúlega vel, en ekki síður miðalda- og fornmál, var geysi-
legur aðdáandi Bólu-Hjálmars og fullyrti, að hann hefði verið
a. m.k. sinnar tíðar bezta skáld á jörðu. Courmont var mjög
hrifinn af nefndri Bólu-Hjálmarsteikningu og falaðist fast-
lega eftir að fá hana keypta. Varð það úr, að ég sefdi honum
myndina, og þó hálfnauðugur, því að ég ætlaðist til, að hún
kæmist hér á safn, svo mikið sem fyrir henni var haft og til
hennar vandað. Um hana sagði Courmont þetta: „Það er
gott, að myndin skuli vera lík, en hitt er mér aðalatriðið, að
svona átti Bólu-Hjálmar að vera.“
Það er enn frá okkur Courmont að segja, að við voruxn
einu sinni uppi við Kaldársel í útreiðarferð heilan sunnu-
dag í blíðskaparveðri. Höfðum við nesti með okkur. Cour-
mont mun hafa búið með ráðskonu. Þegar hann tók upp
nestið, varð honum að orði: „Nei, sjáið þið kerlingarhel-
vítið, haldi þið ekki, að hún hafi gleymt harðfiskinum." Þeg-
ar við riðum ofan í Hafnarfjörð eftir djúpum götum, fóru