Eimreiðin - 01.01.1959, Page 53
EIMREIÐIN
37
Til skýringar og gamans má
geta þess, að í merki Í.S.Í.,
sern Ríkarður gerði, er hand-
'eggurinn með Þórshamrinum
gerður eftir handlegg Guð-
'Rundar Sigurðssonar frá
Þv°ttá í Álftafirði, nágranna-
bYgð Hálsþinghár, en hann
var kraftamaður mikill, skyld-
Ur Hafnarbræðrum, er Sigfús
frá Eyvindará hefur skráð ai
svo margar hrífandi aflrauna-
sögur.
Þannig er Ríkarður. Frá-
sagnarlist hans birtist jafnt í
orði og verki. Hann er sjór ai
s°gum um furðulega menn, Bólu-Hjálmar
uefur ljóð á takteinum eftir sig
°g aðra. Ég sakna þess eins að
heyra ekki söngrödd hans, er hreif mig forðum. Gaman væri
bka að heyra hann kveða vísur sínar við raust. Ein síðasta
stakan, sem hann þylur eftir sig, er um bernskubyggðina við
Hamarsfjörð:
Fósturströndin fagurgjörð,
fögrum kögruð töfralínum.
Hálsþinghár er heilög jörð,
hyr og kyndill draumum minuin.
Og svo eru menn að undrast, hve fá gáfnaljós og lista-
’Uannaséní kvikna og alast upp í Skuggahverfinu, telja jafnvel,
að þjóðin hafi engin efni á að byggja útnes og afskekkta ihði.
Ég rís úr sæti, litast um í vinnustofu Ríkarðs og kveð
hann með þökk fyrir viðtalið. Mér er ljóst, að honum hefui
a- rn. k. láðst að nefna eitt af séníunum, sem hann hefur
kynnzt á lífsleiðinni. Þetta séní er hann sjálfur.
Teikningarnar úr sögum Guðmundar Friðjónssonar, Fífukveik og
Gamla heyinu, eftir Ríkarð Jónsson, hafa nýlega birzt með sögunum
' þýðingu Ólafs Gunnarssonar í ýmsum blöðum á Norðurlöndum: Dan-
"'örku, Svíþjóð og Noregi. — Þ. Guðm.