Eimreiðin - 01.01.1959, Síða 54
Svanir og mýflu^ur
eftir Ríkarð Jónsson.
Þin vorúð er ung,
þótt við eldumst nú senn,
þín önd ei reskist, þótt vangarnir gráni,
því vonin hún svikur ei vorúðarmenn;
og vonin er kyndill í raun og i láni.
En œskan og vizkan, þœr haldast i hendur
og heimscekja nýjar fagurstrendur.
Ástni og listin hlið við hlið
hoþþa og skoþþa um ónumdar lendur.
Með hrifningar anda og hrífandi sál
þú hélzt oss við efnið og sjálfum þér lika.
Þin kröftuga raust og þitt kynngimál,
það kveikti oss eld, eins og tinna við stál.
Svo voldugt var þrátt þitt vitsmunabál,
að vanefna þenkjendur gjörðir þú ríka.
í línum og rófi þína list ber hcest,
svo langt yfir fjöldann er snilld þin hafin,
að öfundargállinn er önnum kafinn
að ata og hrjá hvern streng, er sþannst.
En lágmýravarginum lítið vannst,
hann lekjuna sötrar úr erlendum dreggjum.
Það fljúga’ ekki svanir úr ófrjóum eggjum,
í árangurstregðu sá loþi. sþannst,
er slceva skal bitið í útvaldra eggjum.
Sjá, álftirnar berast í blátinda hceð,
en bitvargar suðra hjá lágkúruveggjum.
(Þetta kvæði er ekki ort um neinn sérstakan listamann, heldur 111,1
alla þá listamenn og æðri gáfumenn, sem eru þess umkomnir að ge^
ófundarmýinu vængi, þótt smáir séu. — Höf.)